Hugleiðing um starf sjúkraliða Jóhanna Þorleifsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Starf sjúkraliða er gefandi og skemmtilegt. Námið veitir aukið starfsöryggi og þokkaleg laun miðað við það launaumhverfi sem kvennastéttir á Íslandi búa við. Sjúkraliðar hafa getað stýrt starfshlutfalli sínu og á hvaða tíma starfið er unnið, allt eftir þörfum fjölskyldunnar. Starfsmöguleikar eru góðir, fjölbreytilegir og krefjandi. Starfskrafta sjúkraliða er óskað víða, enda eftirsóttir starfsmenn um land allt. Sjúkraliðanámið er góður undirbúningur undir lífið, uppeldi, samskipti við annað fólk og gerir einstaklinginn færan um að meta sjálfur þörf fjölskyldunnar á heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanámið er á heilbrigðis-, náttúru- og félagssviði og er einnig góður undirbúningur fyrir þá sem huga að lengra námi í háskóla.Af hverju sjúkraliðabrú? Á árunum í kringum tvítugt eða jafnvel fyrr kemur að því að flestir velja sér sitt ævistarf og fara þá sumir út á vinnumarkaðinn en aðrir fara í áframhaldandi nám. Það starf sem valið er, er líklegt til að standa undir þeim lífsgæðum sem hver og einn ætlar sér og er innan hans áhugasviðs. Ekki eru þó allir sem njóta þeirra forréttinda að geta stundað það nám og þá vinnu þar sem áhugasviðið er. Þó hafa þeir möguleikar aukist til muna nú á dögum með tilkomu fjarnáms. Árið 1993 bauðst okkur, nokkrum konum á besta aldri sem unnu á sjúkrahúsi á Norðurlandi, að taka sjúkraliðanám í fjarnámi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Með fjarnáminu komu möguleikarnir til að ná sér í réttindi til sjúkraliðastarfsins en við höfðum unnið inni á stofnuninni sem ófaglærðar, möguleikar sem voru ekki fyrir hendi á yngri árum eða ekki nýttir. Það má segja að þetta hafi verið fyrsti vísirinn að sjúkraliðabrú. Með góðum stuðningi Fjölbrautaskólans, samstarfsfélaga og þeirrar stofnunar sem við unnum hjá útskrifuðust fjórir sjúkraliðar árið 1996. Það voru stoltar konur sem settu upp merki Sjúkraliðafélagsins á þessum tímamótum. Árið 2000 var sjúkraliðabrúin lögfest í aðalnámskrá framhaldsskóla. Það nám stendur einstaklingum til boða sem hafa náð 23 ára aldri, hafa fimm ára starfsreynslu og meðmæli frá sínum vinnuveitanda. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði. Ekki voru allir sammála um ágæti þessa náms, en miðað við mína reynslu er þetta frábært námstækifæri fyrir þá sem ekki höfðu tækifæri til náms á sínum yngri árum en vinna inni á heilbrigðissviði. Ef ég væri í þeirri stöðu í dag að hafa starfað sem ófaglærð við aðhlynningu inni á heilbrigðisstofnunum myndi ég ekki hika við að nýta mér möguleika brúarnámsins eða setjast á skólabekk ef mögulegt væri. Sjúkraliðanámið er gott og fjölbreytt nám sem veitir góðan faglegan grunn og veitir þeim sem starfa við aðhlynningu/hjúkrun aukið sjálfstraust í starfinu. Sjúkraliðastarfið gefur í allar áttir, er faglegt og traust starf sem við erum stolt af að sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Starf sjúkraliða er gefandi og skemmtilegt. Námið veitir aukið starfsöryggi og þokkaleg laun miðað við það launaumhverfi sem kvennastéttir á Íslandi búa við. Sjúkraliðar hafa getað stýrt starfshlutfalli sínu og á hvaða tíma starfið er unnið, allt eftir þörfum fjölskyldunnar. Starfsmöguleikar eru góðir, fjölbreytilegir og krefjandi. Starfskrafta sjúkraliða er óskað víða, enda eftirsóttir starfsmenn um land allt. Sjúkraliðanámið er góður undirbúningur undir lífið, uppeldi, samskipti við annað fólk og gerir einstaklinginn færan um að meta sjálfur þörf fjölskyldunnar á heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanámið er á heilbrigðis-, náttúru- og félagssviði og er einnig góður undirbúningur fyrir þá sem huga að lengra námi í háskóla.Af hverju sjúkraliðabrú? Á árunum í kringum tvítugt eða jafnvel fyrr kemur að því að flestir velja sér sitt ævistarf og fara þá sumir út á vinnumarkaðinn en aðrir fara í áframhaldandi nám. Það starf sem valið er, er líklegt til að standa undir þeim lífsgæðum sem hver og einn ætlar sér og er innan hans áhugasviðs. Ekki eru þó allir sem njóta þeirra forréttinda að geta stundað það nám og þá vinnu þar sem áhugasviðið er. Þó hafa þeir möguleikar aukist til muna nú á dögum með tilkomu fjarnáms. Árið 1993 bauðst okkur, nokkrum konum á besta aldri sem unnu á sjúkrahúsi á Norðurlandi, að taka sjúkraliðanám í fjarnámi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Með fjarnáminu komu möguleikarnir til að ná sér í réttindi til sjúkraliðastarfsins en við höfðum unnið inni á stofnuninni sem ófaglærðar, möguleikar sem voru ekki fyrir hendi á yngri árum eða ekki nýttir. Það má segja að þetta hafi verið fyrsti vísirinn að sjúkraliðabrú. Með góðum stuðningi Fjölbrautaskólans, samstarfsfélaga og þeirrar stofnunar sem við unnum hjá útskrifuðust fjórir sjúkraliðar árið 1996. Það voru stoltar konur sem settu upp merki Sjúkraliðafélagsins á þessum tímamótum. Árið 2000 var sjúkraliðabrúin lögfest í aðalnámskrá framhaldsskóla. Það nám stendur einstaklingum til boða sem hafa náð 23 ára aldri, hafa fimm ára starfsreynslu og meðmæli frá sínum vinnuveitanda. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði. Ekki voru allir sammála um ágæti þessa náms, en miðað við mína reynslu er þetta frábært námstækifæri fyrir þá sem ekki höfðu tækifæri til náms á sínum yngri árum en vinna inni á heilbrigðissviði. Ef ég væri í þeirri stöðu í dag að hafa starfað sem ófaglærð við aðhlynningu inni á heilbrigðisstofnunum myndi ég ekki hika við að nýta mér möguleika brúarnámsins eða setjast á skólabekk ef mögulegt væri. Sjúkraliðanámið er gott og fjölbreytt nám sem veitir góðan faglegan grunn og veitir þeim sem starfa við aðhlynningu/hjúkrun aukið sjálfstraust í starfinu. Sjúkraliðastarfið gefur í allar áttir, er faglegt og traust starf sem við erum stolt af að sinna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun