Það er ávísun á að sumarið er á næsta leiti þegar sundlaugar landsins fara að fyllast af sólþyrstum landsmönnum. Því er vert að renna yfir baðfatatískuna en bikiníin ættu að fá verðskuldaða hvíld í sumar.
Í ár er það gamli góði sundbolurinn sem ræður ríkjum á sundlaugarbakkanum ef marka má helstu hönnuði heims. Litríkir sundbolir með áberandi myndum verða vinsælir í sumar sem og einlitir með klassísku sniði. Best er að velja sundbol sem hentar og klæðir mann vel enda er úrvalið fjölbreytt fyrir sumarið.
Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.
