Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 5. febrúar 2012 12:09 Í tilefni þess sem kemur fram í lífeyrissjóðaskýrslunni að Baugur Group hf. hafi borið ábyrgð á 77 milljarða tapi lífeyrissjóðanna í gegnum beina og óbeina eignarhluti, vil ég vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum: Tvö fyrirtæki, sem voru undir yfirráðum mínum fengu lánsfjármagn frá lífeyrissjóðum. Þessi fyrirtæki voru Hagar hf. og Baugur Group hf. Hagar hf. greiddu upp allar skuldir alls 8. 7 milljarða með vöxtum við lífeyrissjóðina í október 2009 – á þeim tíma eitt íslenskra fyrirtækja. Lán lífeyrissjóðanna til Baugs Group hf. voru að fjárhæð 4,8 milljarðar. Þessar lánveitingar námu 1,5% af efnahagi Baugs Group hf. og 1% af tapi lífeyrissjóðanna. Mér finnst miður að lífeyrissjóðir hafi tapað fjármunum á Baugi Group hf. Ég minni þó á að skiptum á þrotabúinu er ekki lokið og Baugur Group hf. hafði greitt þeim háar fjárhæðir í vexti á árunum á undan. Ég hafna því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf. Lífeyrissjóðirnir í landinu höfðu fjárfest í Glitni banka hf. frá stofnun hans, bæði í hlutabréfum og skuldbréfum. Lífeyrissjóðirnir voru stórir hluthafar bankans, þegar FL Group hf. eignaðist 29% í Glitni á vormánuðum 2007. Á þeim tíma átti Baugur 20% í FL Group hf. og átti því beint og óbeint 9% hlut í Glitni banka hf þegar mest var. Ég fellst ekki á að hægt sé að kenna mér eða Baugi Group hf. um 47 milljarða tap lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf., sem er m.a. vegna fjárfestinga fyrir árið 2007, þegar ég eða aðilar mér tengdir höfðu engan snertiflöt við bankann né stjórnuðum fjárfestingum lífeyrissjóða hvorki þá né seinna. Til samanburðar má benda á að á sama tíma átti Baugur Group hf. um 14% hlut í bresku verslunarkeðjunni Debenhams. Engum heilvita manni hefði dottið í hug að telja skuldir Debenhams sem skuldir Baugs Group hf. Framsetning í skýrslunni er því mjög villandi. Varðandi Landic hf., FL Group hf. og Teymi hf. þá voru þau fyrirtæki ekki undir meirihluta yfirráðum mínum eða Baugs Group hf., þó Baugur Group hf. hafi verið hluthafi í þessum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki fóru í gegnum nauðasamninga og eignuðust lífeyrissjóðirnir hlutafé í þeim. Hvers virði þau verða á endanum hefur ekki enn verið leitt í ljós – en umræða um að allt sé tapað er ábyrgðarlaus. Það eru forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem báru ábyrgð á fjárfestingum þeirra og engir aðrir. Mér kemur verulega á óvart að skýrsluhöfundar hafi ekki séð ástæðu til að heyra sjónarmið forsvarsmanna þeirra fyrirtækja, sem sérstaklega eru tilgreind í skýrslunni. Þar virðisast vera viðhöfð sömu vinnubrögð og í rannsóknarskýrslu Alþingis. Því ekki gefur hún að öllu leyti rétta mynd af stöðunni. Þá vil enn og aftur ítreka það að hrunið á Íslandi var ekki staðbundið við Ísland heldur gekk stórhluti vestræna ríkja í gegnum sömu hremingar. Íslenskir lífeyrissjóðir komust betur frá þeim hremingum en t.d. sjóðir í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Hrunið verður ekki gert upp með skýrslunum sem eru einsleitar þar sem takmarkaður hópur fær aðgang að skýrsluhöfundum. Betur væri að það yrði sett upp sannleiksnefnd t.d á Alþingi og þar yrðu menn kallaðir fyrir líkt og gert er í Bandaríkjunum. Þá fengi þjóðin að heyra hvað gerðist í beinni útsendingu. Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum aðaleigandi Baugs Group hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni þess sem kemur fram í lífeyrissjóðaskýrslunni að Baugur Group hf. hafi borið ábyrgð á 77 milljarða tapi lífeyrissjóðanna í gegnum beina og óbeina eignarhluti, vil ég vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum: Tvö fyrirtæki, sem voru undir yfirráðum mínum fengu lánsfjármagn frá lífeyrissjóðum. Þessi fyrirtæki voru Hagar hf. og Baugur Group hf. Hagar hf. greiddu upp allar skuldir alls 8. 7 milljarða með vöxtum við lífeyrissjóðina í október 2009 – á þeim tíma eitt íslenskra fyrirtækja. Lán lífeyrissjóðanna til Baugs Group hf. voru að fjárhæð 4,8 milljarðar. Þessar lánveitingar námu 1,5% af efnahagi Baugs Group hf. og 1% af tapi lífeyrissjóðanna. Mér finnst miður að lífeyrissjóðir hafi tapað fjármunum á Baugi Group hf. Ég minni þó á að skiptum á þrotabúinu er ekki lokið og Baugur Group hf. hafði greitt þeim háar fjárhæðir í vexti á árunum á undan. Ég hafna því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf. Lífeyrissjóðirnir í landinu höfðu fjárfest í Glitni banka hf. frá stofnun hans, bæði í hlutabréfum og skuldbréfum. Lífeyrissjóðirnir voru stórir hluthafar bankans, þegar FL Group hf. eignaðist 29% í Glitni á vormánuðum 2007. Á þeim tíma átti Baugur 20% í FL Group hf. og átti því beint og óbeint 9% hlut í Glitni banka hf þegar mest var. Ég fellst ekki á að hægt sé að kenna mér eða Baugi Group hf. um 47 milljarða tap lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf., sem er m.a. vegna fjárfestinga fyrir árið 2007, þegar ég eða aðilar mér tengdir höfðu engan snertiflöt við bankann né stjórnuðum fjárfestingum lífeyrissjóða hvorki þá né seinna. Til samanburðar má benda á að á sama tíma átti Baugur Group hf. um 14% hlut í bresku verslunarkeðjunni Debenhams. Engum heilvita manni hefði dottið í hug að telja skuldir Debenhams sem skuldir Baugs Group hf. Framsetning í skýrslunni er því mjög villandi. Varðandi Landic hf., FL Group hf. og Teymi hf. þá voru þau fyrirtæki ekki undir meirihluta yfirráðum mínum eða Baugs Group hf., þó Baugur Group hf. hafi verið hluthafi í þessum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki fóru í gegnum nauðasamninga og eignuðust lífeyrissjóðirnir hlutafé í þeim. Hvers virði þau verða á endanum hefur ekki enn verið leitt í ljós – en umræða um að allt sé tapað er ábyrgðarlaus. Það eru forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem báru ábyrgð á fjárfestingum þeirra og engir aðrir. Mér kemur verulega á óvart að skýrsluhöfundar hafi ekki séð ástæðu til að heyra sjónarmið forsvarsmanna þeirra fyrirtækja, sem sérstaklega eru tilgreind í skýrslunni. Þar virðisast vera viðhöfð sömu vinnubrögð og í rannsóknarskýrslu Alþingis. Því ekki gefur hún að öllu leyti rétta mynd af stöðunni. Þá vil enn og aftur ítreka það að hrunið á Íslandi var ekki staðbundið við Ísland heldur gekk stórhluti vestræna ríkja í gegnum sömu hremingar. Íslenskir lífeyrissjóðir komust betur frá þeim hremingum en t.d. sjóðir í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Hrunið verður ekki gert upp með skýrslunum sem eru einsleitar þar sem takmarkaður hópur fær aðgang að skýrsluhöfundum. Betur væri að það yrði sett upp sannleiksnefnd t.d á Alþingi og þar yrðu menn kallaðir fyrir líkt og gert er í Bandaríkjunum. Þá fengi þjóðin að heyra hvað gerðist í beinni útsendingu. Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum aðaleigandi Baugs Group hf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar