Erlent

Mikil hætta á snjóflóðum

Óvenju snjóþungt hefur verið undanfarna daga í Sviss og Austurríki.
Óvenju snjóþungt hefur verið undanfarna daga í Sviss og Austurríki.
Mikil snjókoma hefur verið í austurhluta Sviss og vesturhluta Austurríkis undanfarna daga en snjóþyngslin hafa meðal annars sett lestarsamgöngur í landinu úr skorðum.

Búið er að loka helstu járnbrautarleiðum í Ölpunum með þeim afleiðingum að bæir og helstu ferðamannastaðir voru einangraðir í gær. Yfirvöld í Sviss hafa varað við snjóflóðahættu næstu daga en því er spáð að snjókomunni linni í dag. - áp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×