Erlent

Kortleggja segulsvið tunglins

Mögnuð Mælitæki Vísindamenn NASA munu meta segulsvið tunglsins eftir breytingu á afstöðu tveggja könnunarfara. Mynd/NASA
Mögnuð Mælitæki Vísindamenn NASA munu meta segulsvið tunglsins eftir breytingu á afstöðu tveggja könnunarfara. Mynd/NASA
Eftir þriggja og hálfs mánaðar ferðalag eru könnunarför bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA komin á braut um tunglið í um 50 kílómetra hæð frá yfirborði þess.

Förin tvö munu á næstu tveimur mánuðum eða svo stilla sig af en eftir það munu þau kortleggja þyngdarsvið tunglsins af áður óþekktri nákvæmni. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um tilurð tunglsins og ástæðu þess að fjarhlið þess, sem snýr alltaf í átt frá jörðu, er svo mikið hæðóttari en nærhliðin.

Afrakstur rannsóknanna, sem lýkur sennilega í maí, mun einnig nýtast í rannsóknum á tilurð og þróun jarðar og annarra berghnatta.

Kostnaður verkefnisins er tæpur hálfur milljarður Bandaríkjadala en þrátt fyrir umfang rannsóknarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir að farnar verði mannaðar ferðir til tunglsins á næstunni. Forgangur núverandi stjórnvalda er að undirbúa ferðir á Mars og til þess verður reynt að lenda á smástirni á komandi árum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×