Erlent

Lækkuðu lögreglusekt þar sem um Svía var að ræða

Lögreglan í Noregi hefur lækkað sekt fyrir umferðalagabrot hjá sænskum vörubílstjóra um helming.

Ástæðan sem lögreglan gefur upp fyrir þessari ákvörðun er að bílstjórinn er Svíi og þar af leiðandi fátækari en norskir vörubílstjórar.

Bílstjórinn, hinn sextugi Ulf Anderson, var stöðvaður í mars á síðasta ári af lögreglunni og í ljós kom að bremsurnar á vörubíl hans voru í ólagi. Hann fékk því sekt sem nemur 175.000 krónum sem nú hefur verið lækkuð um helming.

Anderson er ánægður með lægri sekt en skilur ekkert í röksemdafærslu lögreglunnar að því er segir í Verdens Gang. Hann segist raunar fá hærri laun en norskir vörubílstjórar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×