Erlent

Smygluðu sprengju inn á Ólympiusvæðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það þarf að yfirfara öryggismálin betur áður en Ólympíuleikarnir verða settir í Englandi.
Það þarf að yfirfara öryggismálin betur áður en Ólympíuleikarnir verða settir í Englandi. mynd/ afp.
Breskum lögreglumönnum tókst að smygla gervisprengju inn í Ólympíugarðinn í Lundúnum í dag. Sprengjunni var smyglað til þess að kanna öryggisgæslu á staðnum, en í dag eru 200 dagar þangað til Ólympíuleikarnir verða settir.

Miðað við þetta atvik er ljóst að öryggisgæslan á staðnum hefur ekki verið þróuð á fullnægjandi hátt, en hryðjuverkaógn er helsta vandamálið sem aðstandendur Ólympíuleikana standa frammi fyrir.

Ellefu manns fórust í árás í Munchen í Þýskalandi þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1972, eftir því sem fram kemur í fréttum AP fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×