Erlent

Forseti Gíneu-Bissá látinn

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
mynd/ afp.
Malam Bacai Sanha, forseti Gíneu-Bissá, lést á Val de Grace hersjúkrahúsinu í París í dag sextíu og fjögurra ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá banameini hans en forsetinn var lagður inn á sjúkrahúsið í nóvember síðastliðnum og lá meðvitundarlaus í nokkra daga áður en hann lést. Sanha hefur verið heilsuveill síðustu ár en hann tók við forsetisembættinu árið 2009, þegar forveri hans Joao Bernardo Vieira var ráðinn af dögum.

Í fjarveru Sanha í desember reyndi æðsti yfirmaður sjóhersins að steypa honum af stóli en valdaránið mistókst. Talið er að Raimundo Pereira, forseti þings Gíneu-Bissá, taki við af Sanha, til bráðabirgða, en sá hinn sami gengdi embættinu í stutta stund eftir að Vieira var ráðinn bani og er hann starfinu því ekki ókunnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×