Erlent

Zopittybop-Bop-Bop handtekinn í Wisconsin

Jeffrey Drew Wilschke, einnig þekktur sem: Beezow Doo-Doo Zopittybop-Bop-Bop.
Jeffrey Drew Wilschke, einnig þekktur sem: Beezow Doo-Doo Zopittybop-Bop-Bop. mynd/AP
Hinn þrítugi Beezow Doo-Doo Zopittybop-Bop-Bop var handtekinn í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Hann var færður í varðhald eftir að hafa brotið á skilorði.

Maðurinn hét eitt sinn Jeffrey Drew Wilschke en hann lét breyta nafni sínu á síðasta ári.

Zopittybop-Bop-Bop var handtekinn á sunnudaginn en íbúar í bænum Madison höfðu kvartað undan drykkjulátum hans og fíkniefnaneyslu. Hann handtekinn í apríl á síðasta ári og ákærður fyrir fíkniefnamisferli og hlaut skilorðsbundinn dóm.

Hann bíður nú þess að mál hans verði tekið fyrir af dómstólum í Wisconsin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×