Erlent

Húðflúr leiddi til sístöðu getnaðarlims

Maðurinn neitaði hefðbundinni læknismeðferð og lét tæma blóðið úr getnaðarliminum.
Maðurinn neitaði hefðbundinni læknismeðferð og lét tæma blóðið úr getnaðarliminum. mynd/AFP
Íranskur karlmaður þjáðist af varanlegri standpínu eftir að hafa látið húðflúra heillaorð á getnaðarlim sinn.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Journal of Sexual Medicine. Þar kemur fram að húðflúrið hafi valdið sístöðu getnaðarlimsins með því að loka á blóðflæði úr limnum.

Höfundar rannsóknarinnar eru á vegum Háskólans í Kermanshah í Íran. Þeir telja að húðflúrs nálin hafi farið of djúpt og orsakað blóðflæði milli slagæðar og bláæðar. Þannig hafi blóð flætt ósjálfrátt í lim mannsins og ekki haft greiða útgönguleið.

Í rannsókninni kemur fram að maðurinn hafi kvartað undan verkjum í átta daga áður en sístaðan hófst. Fram kemur að limur mannsins hafi verið stífur sólarhringum saman.

Karlmönnum er bent á að leita sér læknisaðstoðar ef standpína varir lengur en fjórar klukkustundir.

Maðurinn neitaði hefðbundinni læknismeðferð og lét tæma blóðið úr getnaðarliminum. Í skýrslu læknanna kemur fram að sú aðferð hafi haft varanleg áhrif á kyngetu mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×