Erlent

Selur son sinn á Facebook

Al Shahry ásamt syni sínum.
Al Shahry ásamt syni sínum.
Faðir í Sádí-Arabíu hefur ákveðið að selja son sinn á samskiptasíðunni Facebook. Maðurinn fer fram á 20 milljónir dollara fyrir piltinn.

Saud bin Nasser Al Shahry lýsir ákvörðuninni sem illri nauðsyn og vill með henni tryggja framtíð konu sinnar og dóttur.

Al Shahry starfaði sem kaupsýslumaður og sérhæfði sig í innheimtingu skulda. Yfirvöld í Sádí Arabíu komust hins vegar að því að fyrirtæki hans væri ólöglegt.

Hann leitaði til neyðarsamtaka eftir fjárhagsaðstoð en var neitað um hjálp á þeim forsendum að hann sé of gamall til að njóta aðstoðar hins opinbera.

Al Shahry setur aðeins eitt skilyrði fyrir sölunni - hann vill fá að vita hvar væntanlegur kaupandi býr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×