Ný reglugerð markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun