Stórstjarnan Sharon Stone lenti í óheppulegu atviki á Fendi-tískusýningu í Mílanó um helgina.
Það nefnilega leið yfir kelluna og hún var flutt með flýti á sjúkrahús. Sharon var á tískusýningunni með kærasta sínum, argentínska módelinu Martin Mica, sem er 27 ára. Sharon er 54ra ára.
Sharon var í Mílanó til að sækja viðburð á vegum amfAR og lét ekki yfirliðið stöðva sig. Læknar mældu með að hún myndi sleppa viðburðinum en hún lét ekki segjast og mætti fersk á rauða dregilinn.
Sharon glímir við mígreni og var það orsök yfirliðsins.
Smelltu á myndina til að skoða myndasafnið.
