Getur forseti vikið ráðherra frá? Skúli Magnússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun