Fjölskylduvænn bær í miklum blóma Erling Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að rekstur Garðabæjar var jákvæður um 352 milljónir króna og að hann gekk vel á öllum sviðum á árinu. Bærinn er í miklum blóma um þessar mundir. Bæði er fjárhagsstaðan traust og íbúarnir almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og sitt nánasta umhverfi. Nýbirtur ársreikningur og viðhorfskannanir bera því glöggt vitni. Þessi niðurstaða er sérlega ánægjuleg, ekki síst í ljósi erfiðs árferðis undanfarinna missera. Ein ástæða þess að rekstrarafgangur ársins 2011 er meiri en gert var ráð fyrir er fjölgun íbúa umfram spár. Garðbæingum fjölgaði um 3,4% á árinu. Þessi fjölgun ein og sér er til marks um að eftirsóknarvert sé að búa í Garðabæ en sem fyrr segir bera viðhorfskannanir að sama brunni. Þá eru álögur á íbúa lágar. Útsvar er til að mynda lægra í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og með því lægsta sem gerist á landinu.Nýr leikskóli og hjúkrunarheimili Í Garðabæ hafa framkvæmdir og uppbygging þjónustustofnana haldið áfram, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Nýr leikskóli tók til starfa í nýju hverfi, Akrahverfinu, í janúar síðastliðnum. Með tilkomu hans er tryggt að bærinn geti áfram boðið öllum börnum leikskólavist sem eru orðin 18 mánaða þegar skólaárið hefst að hausti. Meginþungi framkvæmdanna var á árinu 2011. Engin lán voru tekin til að byggja leikskólann sem bæjarfélagið á því skuldlaust. Á árinu héldu einnig áfram framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem verið er að reisa í Sjálandshverfi. Þangað mun starfsemi hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar, sem nú er staðsett á Vífilsstöðum, flytja í byrjun næsta árs. Húsið verður alls 4 hæðir, um 6.000 fermetrar og áætlaður kostnaður er 1,9 milljarðar króna sem er fjármagnað með útgáfu skuldabréfa. Bæjarsjóður fær 85% þeirrar fjármögnunar endurgreidd frá ríkinu í formi húsaleigu á 20 árum.Gott skólastarf skilar árangri Allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna hefur metnaður bæjarstjórnar staðið til þess að í bænum sé grunnskólastarf í fremstu röð. Í bænum starfa sex grunnskólar, fjórir þeirra eru reknir af bænum og tveir af einkaaðilum. Börn í Garðabæ eiga aðgang að öllum þessum skólum án þess að greiða skólagjöld og því geta foreldrar valið þann skóla sem þeir telja að henti sínu barni best. Á árinu 2011 uppskáru grunnskólar bæjarins ríkulega. Niðurstöður PISA-könnunar frá 2009 sem voru kynntar á árinu sýndu að nemendur í Garðabæ standa sig afburða vel. Árangur þeirra var marktækt betri en meðaltal Íslands í öllum þáttum, þ.e. lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi í náttúrufræði, og var sambærilegur við árangur nemenda í Finnlandi sem oftast hafa komið best út úr þessari könnun. Nýleg skýrsla leiddi ennfremur í ljós að í Garðabæ er ekki marktækur munur á lesskilningi drengja og stúlkna. Á árinu fékk Sjálandsskóli afhent Íslensku menntaverðlaunin og er það mikill heiður fyrir þennan unga skóla sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum m.a. hvað varðar einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta, sveigjanlega og lýðræðislega kennsluhætti og útikennslu. Við sama tækifæri fékk Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla, verðlaun fyrir merkt ævistarf.Við viljum skara fram úr Það er mikil áskorun fólgin í því að reka gott sveitarfélag í þágu íbúa. Í Garðabæ tökumst við óhrædd á við þessa áskorun. Við leitumst við að gera það af ábyrgð og auðmýkt í senn. Við viljum skara fram úr og erum óbangin við að reyna nýjar leiðir að því markmiði. Við leggjum áherslu á að fara ábyrgum höndum um sameiginlega sjóði bæjarbúa í markvissri viðleitni til að standa undir kröfum þeirra um framúrskarandi rekstur og þjónustu. Árið 2011 var okkur heilladrjúgt og útlitið er gott í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki Garðabæjar sérstaklega fyrir þennan góða árangur og bæjarbúum öllum fyrir gott samstarf um leið og ég óska lesendum öllum gleðiríks sumars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að rekstur Garðabæjar var jákvæður um 352 milljónir króna og að hann gekk vel á öllum sviðum á árinu. Bærinn er í miklum blóma um þessar mundir. Bæði er fjárhagsstaðan traust og íbúarnir almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og sitt nánasta umhverfi. Nýbirtur ársreikningur og viðhorfskannanir bera því glöggt vitni. Þessi niðurstaða er sérlega ánægjuleg, ekki síst í ljósi erfiðs árferðis undanfarinna missera. Ein ástæða þess að rekstrarafgangur ársins 2011 er meiri en gert var ráð fyrir er fjölgun íbúa umfram spár. Garðbæingum fjölgaði um 3,4% á árinu. Þessi fjölgun ein og sér er til marks um að eftirsóknarvert sé að búa í Garðabæ en sem fyrr segir bera viðhorfskannanir að sama brunni. Þá eru álögur á íbúa lágar. Útsvar er til að mynda lægra í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og með því lægsta sem gerist á landinu.Nýr leikskóli og hjúkrunarheimili Í Garðabæ hafa framkvæmdir og uppbygging þjónustustofnana haldið áfram, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Nýr leikskóli tók til starfa í nýju hverfi, Akrahverfinu, í janúar síðastliðnum. Með tilkomu hans er tryggt að bærinn geti áfram boðið öllum börnum leikskólavist sem eru orðin 18 mánaða þegar skólaárið hefst að hausti. Meginþungi framkvæmdanna var á árinu 2011. Engin lán voru tekin til að byggja leikskólann sem bæjarfélagið á því skuldlaust. Á árinu héldu einnig áfram framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem verið er að reisa í Sjálandshverfi. Þangað mun starfsemi hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar, sem nú er staðsett á Vífilsstöðum, flytja í byrjun næsta árs. Húsið verður alls 4 hæðir, um 6.000 fermetrar og áætlaður kostnaður er 1,9 milljarðar króna sem er fjármagnað með útgáfu skuldabréfa. Bæjarsjóður fær 85% þeirrar fjármögnunar endurgreidd frá ríkinu í formi húsaleigu á 20 árum.Gott skólastarf skilar árangri Allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna hefur metnaður bæjarstjórnar staðið til þess að í bænum sé grunnskólastarf í fremstu röð. Í bænum starfa sex grunnskólar, fjórir þeirra eru reknir af bænum og tveir af einkaaðilum. Börn í Garðabæ eiga aðgang að öllum þessum skólum án þess að greiða skólagjöld og því geta foreldrar valið þann skóla sem þeir telja að henti sínu barni best. Á árinu 2011 uppskáru grunnskólar bæjarins ríkulega. Niðurstöður PISA-könnunar frá 2009 sem voru kynntar á árinu sýndu að nemendur í Garðabæ standa sig afburða vel. Árangur þeirra var marktækt betri en meðaltal Íslands í öllum þáttum, þ.e. lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi í náttúrufræði, og var sambærilegur við árangur nemenda í Finnlandi sem oftast hafa komið best út úr þessari könnun. Nýleg skýrsla leiddi ennfremur í ljós að í Garðabæ er ekki marktækur munur á lesskilningi drengja og stúlkna. Á árinu fékk Sjálandsskóli afhent Íslensku menntaverðlaunin og er það mikill heiður fyrir þennan unga skóla sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum m.a. hvað varðar einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta, sveigjanlega og lýðræðislega kennsluhætti og útikennslu. Við sama tækifæri fékk Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla, verðlaun fyrir merkt ævistarf.Við viljum skara fram úr Það er mikil áskorun fólgin í því að reka gott sveitarfélag í þágu íbúa. Í Garðabæ tökumst við óhrædd á við þessa áskorun. Við leitumst við að gera það af ábyrgð og auðmýkt í senn. Við viljum skara fram úr og erum óbangin við að reyna nýjar leiðir að því markmiði. Við leggjum áherslu á að fara ábyrgum höndum um sameiginlega sjóði bæjarbúa í markvissri viðleitni til að standa undir kröfum þeirra um framúrskarandi rekstur og þjónustu. Árið 2011 var okkur heilladrjúgt og útlitið er gott í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki Garðabæjar sérstaklega fyrir þennan góða árangur og bæjarbúum öllum fyrir gott samstarf um leið og ég óska lesendum öllum gleðiríks sumars.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar