Fjölskylduvænn bær í miklum blóma Erling Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að rekstur Garðabæjar var jákvæður um 352 milljónir króna og að hann gekk vel á öllum sviðum á árinu. Bærinn er í miklum blóma um þessar mundir. Bæði er fjárhagsstaðan traust og íbúarnir almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og sitt nánasta umhverfi. Nýbirtur ársreikningur og viðhorfskannanir bera því glöggt vitni. Þessi niðurstaða er sérlega ánægjuleg, ekki síst í ljósi erfiðs árferðis undanfarinna missera. Ein ástæða þess að rekstrarafgangur ársins 2011 er meiri en gert var ráð fyrir er fjölgun íbúa umfram spár. Garðbæingum fjölgaði um 3,4% á árinu. Þessi fjölgun ein og sér er til marks um að eftirsóknarvert sé að búa í Garðabæ en sem fyrr segir bera viðhorfskannanir að sama brunni. Þá eru álögur á íbúa lágar. Útsvar er til að mynda lægra í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og með því lægsta sem gerist á landinu.Nýr leikskóli og hjúkrunarheimili Í Garðabæ hafa framkvæmdir og uppbygging þjónustustofnana haldið áfram, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Nýr leikskóli tók til starfa í nýju hverfi, Akrahverfinu, í janúar síðastliðnum. Með tilkomu hans er tryggt að bærinn geti áfram boðið öllum börnum leikskólavist sem eru orðin 18 mánaða þegar skólaárið hefst að hausti. Meginþungi framkvæmdanna var á árinu 2011. Engin lán voru tekin til að byggja leikskólann sem bæjarfélagið á því skuldlaust. Á árinu héldu einnig áfram framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem verið er að reisa í Sjálandshverfi. Þangað mun starfsemi hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar, sem nú er staðsett á Vífilsstöðum, flytja í byrjun næsta árs. Húsið verður alls 4 hæðir, um 6.000 fermetrar og áætlaður kostnaður er 1,9 milljarðar króna sem er fjármagnað með útgáfu skuldabréfa. Bæjarsjóður fær 85% þeirrar fjármögnunar endurgreidd frá ríkinu í formi húsaleigu á 20 árum.Gott skólastarf skilar árangri Allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna hefur metnaður bæjarstjórnar staðið til þess að í bænum sé grunnskólastarf í fremstu röð. Í bænum starfa sex grunnskólar, fjórir þeirra eru reknir af bænum og tveir af einkaaðilum. Börn í Garðabæ eiga aðgang að öllum þessum skólum án þess að greiða skólagjöld og því geta foreldrar valið þann skóla sem þeir telja að henti sínu barni best. Á árinu 2011 uppskáru grunnskólar bæjarins ríkulega. Niðurstöður PISA-könnunar frá 2009 sem voru kynntar á árinu sýndu að nemendur í Garðabæ standa sig afburða vel. Árangur þeirra var marktækt betri en meðaltal Íslands í öllum þáttum, þ.e. lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi í náttúrufræði, og var sambærilegur við árangur nemenda í Finnlandi sem oftast hafa komið best út úr þessari könnun. Nýleg skýrsla leiddi ennfremur í ljós að í Garðabæ er ekki marktækur munur á lesskilningi drengja og stúlkna. Á árinu fékk Sjálandsskóli afhent Íslensku menntaverðlaunin og er það mikill heiður fyrir þennan unga skóla sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum m.a. hvað varðar einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta, sveigjanlega og lýðræðislega kennsluhætti og útikennslu. Við sama tækifæri fékk Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla, verðlaun fyrir merkt ævistarf.Við viljum skara fram úr Það er mikil áskorun fólgin í því að reka gott sveitarfélag í þágu íbúa. Í Garðabæ tökumst við óhrædd á við þessa áskorun. Við leitumst við að gera það af ábyrgð og auðmýkt í senn. Við viljum skara fram úr og erum óbangin við að reyna nýjar leiðir að því markmiði. Við leggjum áherslu á að fara ábyrgum höndum um sameiginlega sjóði bæjarbúa í markvissri viðleitni til að standa undir kröfum þeirra um framúrskarandi rekstur og þjónustu. Árið 2011 var okkur heilladrjúgt og útlitið er gott í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki Garðabæjar sérstaklega fyrir þennan góða árangur og bæjarbúum öllum fyrir gott samstarf um leið og ég óska lesendum öllum gleðiríks sumars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að rekstur Garðabæjar var jákvæður um 352 milljónir króna og að hann gekk vel á öllum sviðum á árinu. Bærinn er í miklum blóma um þessar mundir. Bæði er fjárhagsstaðan traust og íbúarnir almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og sitt nánasta umhverfi. Nýbirtur ársreikningur og viðhorfskannanir bera því glöggt vitni. Þessi niðurstaða er sérlega ánægjuleg, ekki síst í ljósi erfiðs árferðis undanfarinna missera. Ein ástæða þess að rekstrarafgangur ársins 2011 er meiri en gert var ráð fyrir er fjölgun íbúa umfram spár. Garðbæingum fjölgaði um 3,4% á árinu. Þessi fjölgun ein og sér er til marks um að eftirsóknarvert sé að búa í Garðabæ en sem fyrr segir bera viðhorfskannanir að sama brunni. Þá eru álögur á íbúa lágar. Útsvar er til að mynda lægra í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og með því lægsta sem gerist á landinu.Nýr leikskóli og hjúkrunarheimili Í Garðabæ hafa framkvæmdir og uppbygging þjónustustofnana haldið áfram, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Nýr leikskóli tók til starfa í nýju hverfi, Akrahverfinu, í janúar síðastliðnum. Með tilkomu hans er tryggt að bærinn geti áfram boðið öllum börnum leikskólavist sem eru orðin 18 mánaða þegar skólaárið hefst að hausti. Meginþungi framkvæmdanna var á árinu 2011. Engin lán voru tekin til að byggja leikskólann sem bæjarfélagið á því skuldlaust. Á árinu héldu einnig áfram framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem verið er að reisa í Sjálandshverfi. Þangað mun starfsemi hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar, sem nú er staðsett á Vífilsstöðum, flytja í byrjun næsta árs. Húsið verður alls 4 hæðir, um 6.000 fermetrar og áætlaður kostnaður er 1,9 milljarðar króna sem er fjármagnað með útgáfu skuldabréfa. Bæjarsjóður fær 85% þeirrar fjármögnunar endurgreidd frá ríkinu í formi húsaleigu á 20 árum.Gott skólastarf skilar árangri Allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna hefur metnaður bæjarstjórnar staðið til þess að í bænum sé grunnskólastarf í fremstu röð. Í bænum starfa sex grunnskólar, fjórir þeirra eru reknir af bænum og tveir af einkaaðilum. Börn í Garðabæ eiga aðgang að öllum þessum skólum án þess að greiða skólagjöld og því geta foreldrar valið þann skóla sem þeir telja að henti sínu barni best. Á árinu 2011 uppskáru grunnskólar bæjarins ríkulega. Niðurstöður PISA-könnunar frá 2009 sem voru kynntar á árinu sýndu að nemendur í Garðabæ standa sig afburða vel. Árangur þeirra var marktækt betri en meðaltal Íslands í öllum þáttum, þ.e. lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi í náttúrufræði, og var sambærilegur við árangur nemenda í Finnlandi sem oftast hafa komið best út úr þessari könnun. Nýleg skýrsla leiddi ennfremur í ljós að í Garðabæ er ekki marktækur munur á lesskilningi drengja og stúlkna. Á árinu fékk Sjálandsskóli afhent Íslensku menntaverðlaunin og er það mikill heiður fyrir þennan unga skóla sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum m.a. hvað varðar einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta, sveigjanlega og lýðræðislega kennsluhætti og útikennslu. Við sama tækifæri fékk Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla, verðlaun fyrir merkt ævistarf.Við viljum skara fram úr Það er mikil áskorun fólgin í því að reka gott sveitarfélag í þágu íbúa. Í Garðabæ tökumst við óhrædd á við þessa áskorun. Við leitumst við að gera það af ábyrgð og auðmýkt í senn. Við viljum skara fram úr og erum óbangin við að reyna nýjar leiðir að því markmiði. Við leggjum áherslu á að fara ábyrgum höndum um sameiginlega sjóði bæjarbúa í markvissri viðleitni til að standa undir kröfum þeirra um framúrskarandi rekstur og þjónustu. Árið 2011 var okkur heilladrjúgt og útlitið er gott í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki Garðabæjar sérstaklega fyrir þennan góða árangur og bæjarbúum öllum fyrir gott samstarf um leið og ég óska lesendum öllum gleðiríks sumars.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun