Lífið

Doherty aftur pabbi

Pete Doherty á barn með fyrirsætunni Lindi Hingston. Þau höfðu áður neitað því að hafa átt í ástarsambandi.
Pete Doherty á barn með fyrirsætunni Lindi Hingston. Þau höfðu áður neitað því að hafa átt í ástarsambandi.
Suðurafríska fyrirsætan Lindi Hingston sagði í viðtali við Sunday Times í heimalandi sínu að sex vikna gamla dóttur sína, Aisling, ætti hún með söngvaranum og fíkniefnaneytandanum Pete Doherty.

Árið 2007 var framhjáhaldi Doherty og Hingston kennt um sambandsslit hans og ofurfyrirsætunnar Kate Moss. Bæði neituðu þau sök og Hingston var ekki par sátt við ásakanirnar. Hún kærði News of the World fyrir rógburð og neyddist blaðið, og önnur blöð sem fjölluðu um sambandið í kjölfarið, til að birta afsökunarbeiðni.

Doherty er enn ekki búinn að hitta barnið, enda er hann á skilorði fyrir kókaíneign og því óheimilt að ferðast til Suður-Afríku, en ef marka má orð fyrirsætunnar er hann í skýjunum yfir fæðingunni. Hún gefur þó ekkert upp um það hvernig sambandi hennar við söngvarann sé háttað og hvort þau eigi í ástarsambandi í dag.

Fyrir á Doherty soninn Astile með Lisu Moorish, sem á einnig barn með Liam Gallagher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.