Sýnir íslensku ullina á tískuvikunni í London 14. febrúar 2012 13:30 Erna Einarsdóttir sýnir útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins skólanum á tískuvikunni í London en hún gefur íslensku ullinni uppreisn æru í fatalínu sinni. „Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
„Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira