Forsætisráðherra Ísraels sakar írönsk stjórnvöld um að hafa staðið á bak við tvær sprengjuárásir á ísraelskar sendiráðsbifreiðar í gær. Önnur árásin var gerð í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, en hin í Nýju-Delhi á Indlandi.
Tveir særðust á Indlandi, eiginkona sendiherrans og ökumaður hans, en í Georgíu fannst sprengjan áður hún sprakk.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelum hafi nýverið tekist að koma í veg fyrir svipaðar árásir í Aserbaídjan, Taílandi og víðar.
„Í öllum þessum tilvikum voru það Íranir og skjólstæðingar þeirra, Hisbolla-samtökin, sem stóðu á bak við árásirnar,“ sagði hann.- gb
Ísraelar kenna Írönum um
