Erlent

Tímósjenkó í forystuframboð

Situr enn í fangelsi og glímir við brjósklos.
Situr enn í fangelsi og glímir við brjósklos. nordicphotos/AFP
Stjórnarandstöðuflokkarnir í Úkraínu hafa ákveðið að sameinast um Júlíu Tímósjenkó sem forystuframbjóðanda sinn í þingkosningum í haust.

Þetta hafa flokkarnir ákveðið jafnvel þótt Tímósjenkó sitji í fangelsi dæmd fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra.

Dómurinn yfir henni hefur verið harðlega gagnrýndur og stjórnvöld sökuð um að misnota sér dómstólana til að koma höggi á þennan andstæðing sinn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×