Erlent

Danir ætla að gera kröfu um yfirráð yfir Norðurpólnum

Danskir vísindamenn eru nú á leið til Norðurpólsins en leiðangur þeirra er liður í áætlunum danskra stjórnvalda um að gera Norðurpólinn að dönsku yfirráðasvæði.

Vísindamennirnir eiga að mæla umfang landgrunnsins fyrir norðan Grænland en á grundvelli þeirra mælinga ætla Danir, fyrir hönd Grænlendinga, að leggja fram kröfur um yfirráð yfir svæðinu fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna.

Það er sænski ísbrjóturinn Óðinn sem flytur vísindamennina norður fyrir Grænland en þetta er í þriðja sinn á undanförnum fimm árum sem danskir vísindamenn standa að landgrunnsmælingum á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×