Erlent

Hættuástandi aflýst í Osló

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn í Osló.
Lögreglumenn í Osló. mynd/ afp.
Hættuástandi hefur verið aflýst í miðborg Oslóar þar sem óttast var að sprengju hefði verið komið fyrir í morgun. Lögreglan skrifaði skilaboð á twitter um að allir þeir sem höfðu farið af svæðinu mættu snúa þangað aftur, eftir því sem fram kemur í Verdens Gang.

Laust eftir klukkan tíu að íslenskum tíma voru öll hús, í innan við 500 metra fjarlægð frá bandaríska sendiráðinu í Henrik Ibsen götu í miðborg Oslóar. Þetta var gert í framhaldi af því að dularfullur pakki fannst undir bíl sem lagt hafði verið fyrir framan sendiráðið. Sprengjusveit lögreglunnar var kvödd á vettvang og rannsókn hófst á pakkanum. Pakkinn var kannaður og reyndist hann hættulaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×