Enski boltinn

West Ham vill fá Carroll lánaðan

Það er enn óvíst hvað verður um framherjann Andy Carroll hjá Liverpool en stjóri félagsins, Brendan Rodgers, hefur ekki útilokað að lána hann í vetur.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur West Ham áhuga á því að fá Carroll lánaðan en hann hefur einnig verið orðaður við AC Milan.

Engar samningsviðræður eru þó farnar í gang en framtíð Carroll gæti legið annars staðar en í Liverpool í vetur.

Liverpool gæti bætt við sig leikmanni í dag eða á næstu dögum en Fabio Borini, leikmaður Roma, nálgast félagið með hverjum degi en hann er framherji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×