Forseti Bandaríkjanna Barack Obama hrósaði knattspyrnukappanum David Beckham í veislu til heiðurs LA Galaxy í Hvíta húsinu á dögunum. Veislan var í tilefni sigur liðsins í MLS deildinni þriðja árið í röð. Þá sagði Obama að Beckham væri líklega gæddur sérstökum hæfileikum.
„Beckham gæti í fyrsta lagi verið faðir flestra í liðinu og leiðir þá til sigurs. Það er líka ekki hver sem er sem getur gert það samhliða því að sitja fyrir á nærbuxum sem hann hannar sjálfur," sagði Obama í ræðu sinni og uppskar mikil hlátrasköll liðfélaga Beckham og annarra gesta fyri vikið.
Undirfatalínu Beckham fyrir sænksu verslana keðjuna Hennes & Mauritz hefur verið vel tekið og líklegt að önnur lína komi í verslanir með haustinu.
Obama hrósar Beckham
