Ungstirnið Miley Cyrus sýndi tónaðan magann í athyglisverðu dressi á iHeartRadio-tónlistarhátíðinni í Las Vegas um helgina.
Þessi nítján ára söng- og leikkona klæddist magabol við silfrað pils og Moschino-belti sem stal svo sannarlega senunni. Til að kóróna lúkkið klæddist hún hlébarðamynstruðum hælum.
Mikið hefur verið slúðrað um holdafar Miley en hún stundar Pilates af krafti, oft tvisvar á dag. Þá voru uppi einhverjar sögur um að hún væri haldin átröskun en því hefur hún vísað á bug. Hún borðar hins vegar ekkert glúten og mælir með því við alla sem vilja aðhyllast heilbrigðan lífsstíl.
Bert á milli og bling

Mest lesið






Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“
Tíska og hönnun


Vók Ofurmenni slaufað
Gagnrýni


Fleiri fréttir
