Fullkomlega óábyrg vanskilaumræða Andrea J. Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Nú eru áróðursmeistarar í opinberri umræðu komnir á flug með umræðuna um það hvort þeir sem ekki hafi staðið í skilum með ónýta og ólöglega lánasamninga njóti ekki sömu kjara og þeir sem höfðu nægilega háar tekjur til að standa straum af ólöglegri stökkbreytingu lánsins og ólöglegum afturvirkum útreikningum. Þá er einnig spurt hvort ekki hafi verið óábyrgt að hætta að greiða af þessum lánum eða að hvetja til þess að því væri hætt. Þegar slík afvegaleidd umræða fer af stað þá er nauðsynlegt að staldra við og endurhugsa aðeins og velta fyrir sér um hvað er spurt og síðan um hvað er ekki spurt. Þeir sem spyrja þessara spurninga spyrja til dæmis ekki um það hvort það geti talist óábyrgt af bankastofnunum og stjórnvöldum að hafa lánað með ólöglegum hætti, eiga síðan samráð um að reikna afturvirka hærri vexti á lánin þegar þau dæmast ólögleg og sömu aðilar haldi síðan áfram samráðinu þegar afturvirknin dæmist ólögleg líka. Þá er heldur ekki spurt hvort það geti talist óábyrgt af Alþingi að láta lög taka gildi sem ekki eru samþykkt með skýrum meirihluta þingsins og miklar efasemdir eru um. Samráð stjórnvalda og banka heldur áfram núna í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms um gengistryggð lán og er skömm að því. Þeir vissu að lánastarfsemin var ólöglegÞá er heldur ekki spurt hvort það geti talist óábyrgt af Samtökum fjármálafyrirtækja, Verslunarráði Íslands og Samtökum atvinnulífsins að gera umsagnir um frumvörp sem eru að verða að lögum og láta vita af því að ef lögin verði samþykkt þá verði óheimilt að lána gengistryggð lán en láta síðan ekki vita af því eða kæra það til lögreglu þegar bankar hefjast síðan handa við það stuttu eftir að hin umræddu lög taka gildi að lána gengistryggð lán. Eins er það látið óátalið að spyrja hvort það geti talist óábyrgt að vaxtavaxtareikna lán þegar engin stoð er fyrir því í lögum. Síðast en ekki síst er ekki spurt að því hvort það geti talist óábyrgt að vörslusvipta og bjóða upp heimili fólks í þúsundavís á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegra útreikninga í stað þess að geyma allar slíkar aðfarir þar til leyst hefur verið úr óvissunni fyrir dómstólum. Nei, allt þetta er látið óátalið í umræðunni um hvort það teljist óábyrgt að hafa hætt að greiða af þessum ólöglegu gjörningum öllum saman og hvort þeir sem eru í slíkum vanskilum eigi nokkuð að njóta sömu kjara og þeir sem greiddu allan tímann af lánunum. Þá er vert að snúa sér að verkalýðsbaráttunni og réttindum vinnandi fólks. Þegar brotið er á fólki og það leitar eftir réttarbótum og/eða kjarabótum á vinnumarkaði, þá eru það talin sjálfsögð réttindi fólks að leggja niður störf til að ná fram sínum baráttumálum. Getur það þá talist óábyrgt? Vanskil fjármálafyrirtækjaÍ þessu óábyrga samhengi er vert að spyrja að því sem snýr að vanskilum fjármálafyrirtækja gagnvart viðskiptavinum sínum. Var það ekki óábyrgt af fjármálafyrirtækjum að stofna til vanskila með lögmætar endurkröfur fjölda viðskiptavina fyrir stórum fjárhæðum sem þeir hafa í reynd átt inni vegna oftekinna afborgana þeirra? Jafnframt hvort hægt sé að tala um vanskil þegar viðskiptavinur heldur eftir greiðslu gagnvart vanskilafyrirtækinu, þegar það hefur sjálft farið inn á reikning viðskiptavinarins og ráðstafað innstæðum þaðan upp í hinar ólögmætu kröfur í fullkomnu heimildarleysi? Loks hvort það teljist ábyrgt af Fjármálaeftirlitinu að leyfa starfsemi vanskilafyrirtækja á íslenskum fjármálamarkaði? Það er ekki nema einfalt skilgreiningaratriði að banki telst ógjaldfær um leið og hann stendur ekki í skilum með skuldbindingar sínar og ber þá að svipta hann starfsleyfi samstundis, frá þessu eru engar undantekningar leyfilegar í bankastarfsemi. Ég verð að segja að frá mínum bæjardyrum séð er þessi afvegaleidda umræða á algerum villigötum og samfélagið okkar í mikilli hættu ef þær spurningar sem hér eru upptaldar komi ekki fyrr í röðinni heldur en hin fyrsta um þá sem voru í vanskilum. Ég hef í það minnsta miklar áhyggjur af slíku samfélagi og slíkri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru áróðursmeistarar í opinberri umræðu komnir á flug með umræðuna um það hvort þeir sem ekki hafi staðið í skilum með ónýta og ólöglega lánasamninga njóti ekki sömu kjara og þeir sem höfðu nægilega háar tekjur til að standa straum af ólöglegri stökkbreytingu lánsins og ólöglegum afturvirkum útreikningum. Þá er einnig spurt hvort ekki hafi verið óábyrgt að hætta að greiða af þessum lánum eða að hvetja til þess að því væri hætt. Þegar slík afvegaleidd umræða fer af stað þá er nauðsynlegt að staldra við og endurhugsa aðeins og velta fyrir sér um hvað er spurt og síðan um hvað er ekki spurt. Þeir sem spyrja þessara spurninga spyrja til dæmis ekki um það hvort það geti talist óábyrgt af bankastofnunum og stjórnvöldum að hafa lánað með ólöglegum hætti, eiga síðan samráð um að reikna afturvirka hærri vexti á lánin þegar þau dæmast ólögleg og sömu aðilar haldi síðan áfram samráðinu þegar afturvirknin dæmist ólögleg líka. Þá er heldur ekki spurt hvort það geti talist óábyrgt af Alþingi að láta lög taka gildi sem ekki eru samþykkt með skýrum meirihluta þingsins og miklar efasemdir eru um. Samráð stjórnvalda og banka heldur áfram núna í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms um gengistryggð lán og er skömm að því. Þeir vissu að lánastarfsemin var ólöglegÞá er heldur ekki spurt hvort það geti talist óábyrgt af Samtökum fjármálafyrirtækja, Verslunarráði Íslands og Samtökum atvinnulífsins að gera umsagnir um frumvörp sem eru að verða að lögum og láta vita af því að ef lögin verði samþykkt þá verði óheimilt að lána gengistryggð lán en láta síðan ekki vita af því eða kæra það til lögreglu þegar bankar hefjast síðan handa við það stuttu eftir að hin umræddu lög taka gildi að lána gengistryggð lán. Eins er það látið óátalið að spyrja hvort það geti talist óábyrgt að vaxtavaxtareikna lán þegar engin stoð er fyrir því í lögum. Síðast en ekki síst er ekki spurt að því hvort það geti talist óábyrgt að vörslusvipta og bjóða upp heimili fólks í þúsundavís á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegra útreikninga í stað þess að geyma allar slíkar aðfarir þar til leyst hefur verið úr óvissunni fyrir dómstólum. Nei, allt þetta er látið óátalið í umræðunni um hvort það teljist óábyrgt að hafa hætt að greiða af þessum ólöglegu gjörningum öllum saman og hvort þeir sem eru í slíkum vanskilum eigi nokkuð að njóta sömu kjara og þeir sem greiddu allan tímann af lánunum. Þá er vert að snúa sér að verkalýðsbaráttunni og réttindum vinnandi fólks. Þegar brotið er á fólki og það leitar eftir réttarbótum og/eða kjarabótum á vinnumarkaði, þá eru það talin sjálfsögð réttindi fólks að leggja niður störf til að ná fram sínum baráttumálum. Getur það þá talist óábyrgt? Vanskil fjármálafyrirtækjaÍ þessu óábyrga samhengi er vert að spyrja að því sem snýr að vanskilum fjármálafyrirtækja gagnvart viðskiptavinum sínum. Var það ekki óábyrgt af fjármálafyrirtækjum að stofna til vanskila með lögmætar endurkröfur fjölda viðskiptavina fyrir stórum fjárhæðum sem þeir hafa í reynd átt inni vegna oftekinna afborgana þeirra? Jafnframt hvort hægt sé að tala um vanskil þegar viðskiptavinur heldur eftir greiðslu gagnvart vanskilafyrirtækinu, þegar það hefur sjálft farið inn á reikning viðskiptavinarins og ráðstafað innstæðum þaðan upp í hinar ólögmætu kröfur í fullkomnu heimildarleysi? Loks hvort það teljist ábyrgt af Fjármálaeftirlitinu að leyfa starfsemi vanskilafyrirtækja á íslenskum fjármálamarkaði? Það er ekki nema einfalt skilgreiningaratriði að banki telst ógjaldfær um leið og hann stendur ekki í skilum með skuldbindingar sínar og ber þá að svipta hann starfsleyfi samstundis, frá þessu eru engar undantekningar leyfilegar í bankastarfsemi. Ég verð að segja að frá mínum bæjardyrum séð er þessi afvegaleidda umræða á algerum villigötum og samfélagið okkar í mikilli hættu ef þær spurningar sem hér eru upptaldar komi ekki fyrr í röðinni heldur en hin fyrsta um þá sem voru í vanskilum. Ég hef í það minnsta miklar áhyggjur af slíku samfélagi og slíkri umræðu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar