Minni menntun fyrir minni börn ? Björk Óttarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar