Innlent

Ökuníðingar ollu töluverðu tjóni

Ökuníðingur eða níðingar, voru á ferð í borginni í nótt og ollu töluverðu tjóni.

Rétt upp úr miðnætti var ekið á tvo kyrrstaða bíla við Vífilsgötu og skemmdist annar þeirra töluvert. Gerandinn stakk af.

Skömmu síðar var ekið á bíl við Aflagranda og stungið af og á öðrum tímanum í nótt var svo ekið á grindverk og bíl við Hverfisgötu þar sem töluvert tjón varð. Bíllinn, sem þeim óskunda olli, fannst mannlaus skömmu síðar og er eigandans leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×