Innlent

Rifrildi leiddi til líkamsárásar

ÓKÁ skrifar
Mynd/365
31 árs Reykvíkingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinni, auk fíkniefnabrota. Konunni voru dæmdar 200.000 krónur í bætur og 125.000 í málskostnað.

Maðurinn réðist á konuna á heimili sínu í Reykjavík í september í fyrra eftir að hún kom þar að, gerði athugasemd við „partístand" og ætlaði að hafa börn þeirra með sér á braut.

Í bíl og á heimili mannsins fann lögregla svo í byrjun þessa árs marijúana og amfetamín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×