Hlutverk sálusorgarans tekur sinn toll Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. október 2012 10:54 Hreint hjarta, verðlaunamynd Gríms Hákonarsonar frá Skjaldborgarhátíðinni í vor, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum," sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í vor. „Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina." Með merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi.Kristinn Friðfinnsson sóknarprestur.„Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð." Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra." Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hreint hjarta, verðlaunamynd Gríms Hákonarsonar frá Skjaldborgarhátíðinni í vor, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum," sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í vor. „Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina." Með merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi.Kristinn Friðfinnsson sóknarprestur.„Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð." Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra." Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira