Innlent

Dýr rúntur

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Fréttastofa
„Það er ekki oft sem lögreglumönnum er komið á óvart," segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebook síðu sinni, en þó gerðist það um daginn þegar verið var að skoða myndir úr hraðamyndavél nokkurri. Þar var að finna sama ökumanninn á tveimur myndum með um 10 mínútna millibili.

Lögreglumenn vonuðust fyrst til að um mistök væri að ræða og sama myndin hefði fyrir slysni birst tvisvar í bunkanum. Eftir nána yfirlegu yfir myndunum kom hins vegar í ljós að svo var ekki og sannarlega um tvö brot að ræða.

Ökumaðurinn má því búast við sekt upp á um 45 þúsund krónur, sem verður að teljast nokkuð dýr kvöldrúntur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×