Hver á að borga skattinn Bergvin Oddsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Það hefur varla farið fram hjá þjóðinni að ferðaþjónustuaðilar í hótel- og gistiþjónustu eru æfir út í ríkisstjórnina vegna hugmynda um að stórhækka virðisaukaskatt á gistinætur hótelrekenda og annarra sem sinna gistiþjónustu. Lagt er til að hækka virðisaukaskattinn úr 7% í 25,5% á næsta ári. Ég tek að vissu leyti undir áhyggjur fyrirtækja í þessum rekstri, og margir hugsa af hverju ríkistjórnin þurfi að bregða fæti fyrir fyrirtæki sem eru í örum vexti og eru í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki út um allan heim. Væri ekki nóg að þakka fyrir alla þá grósku sem ríkt hefur í ferðaþjónustu hér á landi eftir hrun og nánast bjargað þjóðinni úr hruninu? Þegar skoðað er hversu dýrt er að lifa á Íslandi sem ferðamaður miðað við önnur Evrópuríki, kemur í ljós að Ísland skipar 7. sætið á þeim lista. Samt er rukkað ákveðið gistinóttagjald sem ferðamaðurinn er rukkaður aukalega um þegar hann tjékkar sig af hótelinu, en hótelin hér á landi hafa hingað til ekki tekið það á sig að greiða gistináttagjaldið, sem hleypur á innan við tveimur hundruðum á meðan annars staðar í Evrópu eru þetta oft á tíðum nokkrar evrur. Hið furðulega við verð á gistingu hér á landi er að verðið hefur hækkað umtalsvert meira en eðlilegt þykir í samhengi við aðrar verðlagsþróanir hér á landi, og á sama tíma hefur gengið verið mjög hagstætt ferðaþjónustuaðilum til að græða og notfæra sér veikingu krónunnar. Einnig greiða fyrirtæki í hótelrekstri lægri tekjuskatt af hagnaði en önnur fyrirtæki hér á landi. Samt sem áður hafa fyrirtæki í þessum geira séð sig knúin til að hækka verðið á gistingunni og telja sig á sama tíma ekki geta greitt hærri skatta, sökum samkeppninnar við önnur ríki. Hið kjánalega við skattinnheimtur ríkisins gagnvart ferðaþjónustuaðilum er að þau fyrirtæki sem sjá um farþegaflutninga, má þar nefna rútur, sleðaferðir, hestaferðir og leigubíla svo eitthvað sé nefnt, greiða engan skatt af þessari þjónustu. Að mínu mati eiga allir í þessum geira að sitja við sama borð og greiða sama virðisaukaskattinn hvort sem þú ert að reka stórt hótel, litla hestaleigu eða leigubíl. Það sem rekstraraðilar í ferðaþjónustu verða að huga að er að skattur vegna þessarar greinar er mikilvægur svo hægt sé að leggja fé í markaðssetningu eins og með Inspired by Iceland sem kostaði ríkissjóð hundruð milljóna. Svo ekki sé minnst á allan þann kostnað að halda úti vinsælum áningarstöðum hér á landi eins og Gullfossi og Geysi sem eru að kafna vegna átroðnings. Aukin skattinnheimta í ferðaþjónustunni þýðir bara aukið öryggi á öllum fallegu áfangastöðum landsins og hér er verið að láta þá sem rukka fyrir þjónustuna greiða gjald fyrir að selja hana. Það er því miður til takmarkað fé í ríkiskassanum og ef þjóðinni finnst mikilvægara að skera niður í velferðarkerfinu og lækka enn frekar fæðingarorlof foreldra og barna og vaxtabætur, svo eitthvað sé nefnt, verði íslensku þjóðinni þá að góðu næstu árin. Hér er algjört lykilatriði að standa vörð um íslenska ferðaþjónustu og á sama tíma að gæta jafnræðis þegar kemur að skattinnheimtu ólíkra ferðaþjónustuaðila hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá þjóðinni að ferðaþjónustuaðilar í hótel- og gistiþjónustu eru æfir út í ríkisstjórnina vegna hugmynda um að stórhækka virðisaukaskatt á gistinætur hótelrekenda og annarra sem sinna gistiþjónustu. Lagt er til að hækka virðisaukaskattinn úr 7% í 25,5% á næsta ári. Ég tek að vissu leyti undir áhyggjur fyrirtækja í þessum rekstri, og margir hugsa af hverju ríkistjórnin þurfi að bregða fæti fyrir fyrirtæki sem eru í örum vexti og eru í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki út um allan heim. Væri ekki nóg að þakka fyrir alla þá grósku sem ríkt hefur í ferðaþjónustu hér á landi eftir hrun og nánast bjargað þjóðinni úr hruninu? Þegar skoðað er hversu dýrt er að lifa á Íslandi sem ferðamaður miðað við önnur Evrópuríki, kemur í ljós að Ísland skipar 7. sætið á þeim lista. Samt er rukkað ákveðið gistinóttagjald sem ferðamaðurinn er rukkaður aukalega um þegar hann tjékkar sig af hótelinu, en hótelin hér á landi hafa hingað til ekki tekið það á sig að greiða gistináttagjaldið, sem hleypur á innan við tveimur hundruðum á meðan annars staðar í Evrópu eru þetta oft á tíðum nokkrar evrur. Hið furðulega við verð á gistingu hér á landi er að verðið hefur hækkað umtalsvert meira en eðlilegt þykir í samhengi við aðrar verðlagsþróanir hér á landi, og á sama tíma hefur gengið verið mjög hagstætt ferðaþjónustuaðilum til að græða og notfæra sér veikingu krónunnar. Einnig greiða fyrirtæki í hótelrekstri lægri tekjuskatt af hagnaði en önnur fyrirtæki hér á landi. Samt sem áður hafa fyrirtæki í þessum geira séð sig knúin til að hækka verðið á gistingunni og telja sig á sama tíma ekki geta greitt hærri skatta, sökum samkeppninnar við önnur ríki. Hið kjánalega við skattinnheimtur ríkisins gagnvart ferðaþjónustuaðilum er að þau fyrirtæki sem sjá um farþegaflutninga, má þar nefna rútur, sleðaferðir, hestaferðir og leigubíla svo eitthvað sé nefnt, greiða engan skatt af þessari þjónustu. Að mínu mati eiga allir í þessum geira að sitja við sama borð og greiða sama virðisaukaskattinn hvort sem þú ert að reka stórt hótel, litla hestaleigu eða leigubíl. Það sem rekstraraðilar í ferðaþjónustu verða að huga að er að skattur vegna þessarar greinar er mikilvægur svo hægt sé að leggja fé í markaðssetningu eins og með Inspired by Iceland sem kostaði ríkissjóð hundruð milljóna. Svo ekki sé minnst á allan þann kostnað að halda úti vinsælum áningarstöðum hér á landi eins og Gullfossi og Geysi sem eru að kafna vegna átroðnings. Aukin skattinnheimta í ferðaþjónustunni þýðir bara aukið öryggi á öllum fallegu áfangastöðum landsins og hér er verið að láta þá sem rukka fyrir þjónustuna greiða gjald fyrir að selja hana. Það er því miður til takmarkað fé í ríkiskassanum og ef þjóðinni finnst mikilvægara að skera niður í velferðarkerfinu og lækka enn frekar fæðingarorlof foreldra og barna og vaxtabætur, svo eitthvað sé nefnt, verði íslensku þjóðinni þá að góðu næstu árin. Hér er algjört lykilatriði að standa vörð um íslenska ferðaþjónustu og á sama tíma að gæta jafnræðis þegar kemur að skattinnheimtu ólíkra ferðaþjónustuaðila hér á landi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun