Hæstiréttur á heljarþröm Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Nýlegur dómur Evrópudómstólsins nr. C-618/10 hefur snúið við þeirri þróun sem var að hefjast hér á landi þar sem Hæstiréttur Íslands taldi sig geta breytt ákvæðum lánasamninga eftir að einstök ákvæði þeirra hafi verið dæmd ólögmæt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem almenningur á Íslandi hefur fengið betri rétt frá öðrum dómstól en sínum eigin. Hæstiréttur Íslands, sem var talinn einn af mikilvægari þáttum í sjálfstæðisbaráttunni á sínum tíma svo Ísland gæti staðið á meðal sjálfstæðra og fullvalda ríkja, hefur ítrekað sýnt af sér ábyrgðarleysi í dómaframkvæmd. Hins vegar hefur Hæstiréttur verið skömminni skárri en Alþingi upp á síðkastið í að færa fólki eilitla réttarbót en sú réttarbót hefur reyndar kostað það að fjölskyldur þessa lands eru látnar bera þá réttarbót uppi og húsnæði þeirra látið brúa bilið svo fjármálastofnanir geti náð endum saman og rúmlega það eftir að hafa farið illa að ráðum sínum. Hví ekki að benda dómurum réttarins á að lesa sér til í nýlega útgefnu ábyrgðarkveri til að átta sig á samhengi hlutanna þegar kemur að því að gangast í að niðurgreiða löggjöf til allra annarra en þegna landsins, neytenda á Íslandi. Til langframa mun slíkt aðeins móta kæruleysislega hegðun innan fjármálafyrirtækja þar sem vitað er að ávallt er hlaupið undir bagga með þeim en ekki fjölskyldum á Íslandi. Þetta er algilt vandamál og alröng nálgun sem einkennir Ísland um of. Mannréttindi ítrekað brotin í frjálsu og fullvalda ríki – ÍslandiÁrið 2001 féll dómur í máli nr. 35771/97 hjá Mannréttindadómstól og varðaði það mál félagafrelsi. Benda má einnig á reiðhjólamálið frá Akureyri sem leiddi til þess að aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði varð að veruleika um 70 árum eftir að nágrannaríki okkar umbyltu sínu kerfi. Við Íslendingar værum því ekki sjón að sjá ef ekki nyti við þróunar erlendis frá þegar kemur að réttarbót fyrir almenning hér á landi. Þeir Íslendingar sem eru á móti ESB og kjósa fremur að vera sjálfstæðir og innleiða tilskipanir Evrópusambandsins verða að átta sig á því að um er að ræða alþjóðaskuldbindingar. Neytendur eru að öðlast betri rétt og bankar látnir taka meiri ábyrgð. Alþingismenn hafa gengið erinda annarra og má þar sérstaklega vísa til Árnalaganna þar sem Alþingi beinlínis innleiddi stjórnarskrárbrot í lög. Greinarhöfundur er ekkert sérlega áhugasamur um aðild að ESB en öll rök hníga að betri löggjöf, t.a.m. í formi tilskipana, til handa fólkinu í landinu og neytendum komi einmitt þaðan. Nýr dómur kallar á nýja hugsun og nýja nálgunNýlegur dómur Evrópudómstólsins er skýr og áréttar það að Hæstiréttur hefur farið gegn tilskipun ESB er varðar rétt neytenda með því að breyta lánasamningum. Hæstiréttur hefur beinlínis hafnað, í málum þessum tengdum, að leitað yrði álits EFTA dómstólsins og er það á skjön við það sem Páll Hreinsson, nú dómari við EFTA dómstólinn, fv. hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis sagði til um í ræðu nýlega þegar hann sagði að leita ætti oftar álits EFTA dómstólsins. Hvað gekk honum þá til þegar hann sjálfur hafnaði að leitað yrði álits EFTA dómstólsins í máli nr. 660/2010? Ekki er að undra að spurt sé hvort þessir aðilar séu í raun samkvæmir sjálfum sér þrátt fyrir góða framkomu og mikið fas. Mega dómarar Hæstaréttar Íslands því líta sér nær í leit að réttlætinu svo fólkið í landinu geti talið þá réttmæta fulltrúa dómsvalds fullvalda og sjálfstæðs ríkis sem virðir alþjóðaskuldbindingar sínar og réttindi eigin þegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins nr. C-618/10 hefur snúið við þeirri þróun sem var að hefjast hér á landi þar sem Hæstiréttur Íslands taldi sig geta breytt ákvæðum lánasamninga eftir að einstök ákvæði þeirra hafi verið dæmd ólögmæt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem almenningur á Íslandi hefur fengið betri rétt frá öðrum dómstól en sínum eigin. Hæstiréttur Íslands, sem var talinn einn af mikilvægari þáttum í sjálfstæðisbaráttunni á sínum tíma svo Ísland gæti staðið á meðal sjálfstæðra og fullvalda ríkja, hefur ítrekað sýnt af sér ábyrgðarleysi í dómaframkvæmd. Hins vegar hefur Hæstiréttur verið skömminni skárri en Alþingi upp á síðkastið í að færa fólki eilitla réttarbót en sú réttarbót hefur reyndar kostað það að fjölskyldur þessa lands eru látnar bera þá réttarbót uppi og húsnæði þeirra látið brúa bilið svo fjármálastofnanir geti náð endum saman og rúmlega það eftir að hafa farið illa að ráðum sínum. Hví ekki að benda dómurum réttarins á að lesa sér til í nýlega útgefnu ábyrgðarkveri til að átta sig á samhengi hlutanna þegar kemur að því að gangast í að niðurgreiða löggjöf til allra annarra en þegna landsins, neytenda á Íslandi. Til langframa mun slíkt aðeins móta kæruleysislega hegðun innan fjármálafyrirtækja þar sem vitað er að ávallt er hlaupið undir bagga með þeim en ekki fjölskyldum á Íslandi. Þetta er algilt vandamál og alröng nálgun sem einkennir Ísland um of. Mannréttindi ítrekað brotin í frjálsu og fullvalda ríki – ÍslandiÁrið 2001 féll dómur í máli nr. 35771/97 hjá Mannréttindadómstól og varðaði það mál félagafrelsi. Benda má einnig á reiðhjólamálið frá Akureyri sem leiddi til þess að aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði varð að veruleika um 70 árum eftir að nágrannaríki okkar umbyltu sínu kerfi. Við Íslendingar værum því ekki sjón að sjá ef ekki nyti við þróunar erlendis frá þegar kemur að réttarbót fyrir almenning hér á landi. Þeir Íslendingar sem eru á móti ESB og kjósa fremur að vera sjálfstæðir og innleiða tilskipanir Evrópusambandsins verða að átta sig á því að um er að ræða alþjóðaskuldbindingar. Neytendur eru að öðlast betri rétt og bankar látnir taka meiri ábyrgð. Alþingismenn hafa gengið erinda annarra og má þar sérstaklega vísa til Árnalaganna þar sem Alþingi beinlínis innleiddi stjórnarskrárbrot í lög. Greinarhöfundur er ekkert sérlega áhugasamur um aðild að ESB en öll rök hníga að betri löggjöf, t.a.m. í formi tilskipana, til handa fólkinu í landinu og neytendum komi einmitt þaðan. Nýr dómur kallar á nýja hugsun og nýja nálgunNýlegur dómur Evrópudómstólsins er skýr og áréttar það að Hæstiréttur hefur farið gegn tilskipun ESB er varðar rétt neytenda með því að breyta lánasamningum. Hæstiréttur hefur beinlínis hafnað, í málum þessum tengdum, að leitað yrði álits EFTA dómstólsins og er það á skjön við það sem Páll Hreinsson, nú dómari við EFTA dómstólinn, fv. hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis sagði til um í ræðu nýlega þegar hann sagði að leita ætti oftar álits EFTA dómstólsins. Hvað gekk honum þá til þegar hann sjálfur hafnaði að leitað yrði álits EFTA dómstólsins í máli nr. 660/2010? Ekki er að undra að spurt sé hvort þessir aðilar séu í raun samkvæmir sjálfum sér þrátt fyrir góða framkomu og mikið fas. Mega dómarar Hæstaréttar Íslands því líta sér nær í leit að réttlætinu svo fólkið í landinu geti talið þá réttmæta fulltrúa dómsvalds fullvalda og sjálfstæðs ríkis sem virðir alþjóðaskuldbindingar sínar og réttindi eigin þegna.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun