Hæstiréttur á heljarþröm Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Nýlegur dómur Evrópudómstólsins nr. C-618/10 hefur snúið við þeirri þróun sem var að hefjast hér á landi þar sem Hæstiréttur Íslands taldi sig geta breytt ákvæðum lánasamninga eftir að einstök ákvæði þeirra hafi verið dæmd ólögmæt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem almenningur á Íslandi hefur fengið betri rétt frá öðrum dómstól en sínum eigin. Hæstiréttur Íslands, sem var talinn einn af mikilvægari þáttum í sjálfstæðisbaráttunni á sínum tíma svo Ísland gæti staðið á meðal sjálfstæðra og fullvalda ríkja, hefur ítrekað sýnt af sér ábyrgðarleysi í dómaframkvæmd. Hins vegar hefur Hæstiréttur verið skömminni skárri en Alþingi upp á síðkastið í að færa fólki eilitla réttarbót en sú réttarbót hefur reyndar kostað það að fjölskyldur þessa lands eru látnar bera þá réttarbót uppi og húsnæði þeirra látið brúa bilið svo fjármálastofnanir geti náð endum saman og rúmlega það eftir að hafa farið illa að ráðum sínum. Hví ekki að benda dómurum réttarins á að lesa sér til í nýlega útgefnu ábyrgðarkveri til að átta sig á samhengi hlutanna þegar kemur að því að gangast í að niðurgreiða löggjöf til allra annarra en þegna landsins, neytenda á Íslandi. Til langframa mun slíkt aðeins móta kæruleysislega hegðun innan fjármálafyrirtækja þar sem vitað er að ávallt er hlaupið undir bagga með þeim en ekki fjölskyldum á Íslandi. Þetta er algilt vandamál og alröng nálgun sem einkennir Ísland um of. Mannréttindi ítrekað brotin í frjálsu og fullvalda ríki – ÍslandiÁrið 2001 féll dómur í máli nr. 35771/97 hjá Mannréttindadómstól og varðaði það mál félagafrelsi. Benda má einnig á reiðhjólamálið frá Akureyri sem leiddi til þess að aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði varð að veruleika um 70 árum eftir að nágrannaríki okkar umbyltu sínu kerfi. Við Íslendingar værum því ekki sjón að sjá ef ekki nyti við þróunar erlendis frá þegar kemur að réttarbót fyrir almenning hér á landi. Þeir Íslendingar sem eru á móti ESB og kjósa fremur að vera sjálfstæðir og innleiða tilskipanir Evrópusambandsins verða að átta sig á því að um er að ræða alþjóðaskuldbindingar. Neytendur eru að öðlast betri rétt og bankar látnir taka meiri ábyrgð. Alþingismenn hafa gengið erinda annarra og má þar sérstaklega vísa til Árnalaganna þar sem Alþingi beinlínis innleiddi stjórnarskrárbrot í lög. Greinarhöfundur er ekkert sérlega áhugasamur um aðild að ESB en öll rök hníga að betri löggjöf, t.a.m. í formi tilskipana, til handa fólkinu í landinu og neytendum komi einmitt þaðan. Nýr dómur kallar á nýja hugsun og nýja nálgunNýlegur dómur Evrópudómstólsins er skýr og áréttar það að Hæstiréttur hefur farið gegn tilskipun ESB er varðar rétt neytenda með því að breyta lánasamningum. Hæstiréttur hefur beinlínis hafnað, í málum þessum tengdum, að leitað yrði álits EFTA dómstólsins og er það á skjön við það sem Páll Hreinsson, nú dómari við EFTA dómstólinn, fv. hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis sagði til um í ræðu nýlega þegar hann sagði að leita ætti oftar álits EFTA dómstólsins. Hvað gekk honum þá til þegar hann sjálfur hafnaði að leitað yrði álits EFTA dómstólsins í máli nr. 660/2010? Ekki er að undra að spurt sé hvort þessir aðilar séu í raun samkvæmir sjálfum sér þrátt fyrir góða framkomu og mikið fas. Mega dómarar Hæstaréttar Íslands því líta sér nær í leit að réttlætinu svo fólkið í landinu geti talið þá réttmæta fulltrúa dómsvalds fullvalda og sjálfstæðs ríkis sem virðir alþjóðaskuldbindingar sínar og réttindi eigin þegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins nr. C-618/10 hefur snúið við þeirri þróun sem var að hefjast hér á landi þar sem Hæstiréttur Íslands taldi sig geta breytt ákvæðum lánasamninga eftir að einstök ákvæði þeirra hafi verið dæmd ólögmæt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem almenningur á Íslandi hefur fengið betri rétt frá öðrum dómstól en sínum eigin. Hæstiréttur Íslands, sem var talinn einn af mikilvægari þáttum í sjálfstæðisbaráttunni á sínum tíma svo Ísland gæti staðið á meðal sjálfstæðra og fullvalda ríkja, hefur ítrekað sýnt af sér ábyrgðarleysi í dómaframkvæmd. Hins vegar hefur Hæstiréttur verið skömminni skárri en Alþingi upp á síðkastið í að færa fólki eilitla réttarbót en sú réttarbót hefur reyndar kostað það að fjölskyldur þessa lands eru látnar bera þá réttarbót uppi og húsnæði þeirra látið brúa bilið svo fjármálastofnanir geti náð endum saman og rúmlega það eftir að hafa farið illa að ráðum sínum. Hví ekki að benda dómurum réttarins á að lesa sér til í nýlega útgefnu ábyrgðarkveri til að átta sig á samhengi hlutanna þegar kemur að því að gangast í að niðurgreiða löggjöf til allra annarra en þegna landsins, neytenda á Íslandi. Til langframa mun slíkt aðeins móta kæruleysislega hegðun innan fjármálafyrirtækja þar sem vitað er að ávallt er hlaupið undir bagga með þeim en ekki fjölskyldum á Íslandi. Þetta er algilt vandamál og alröng nálgun sem einkennir Ísland um of. Mannréttindi ítrekað brotin í frjálsu og fullvalda ríki – ÍslandiÁrið 2001 féll dómur í máli nr. 35771/97 hjá Mannréttindadómstól og varðaði það mál félagafrelsi. Benda má einnig á reiðhjólamálið frá Akureyri sem leiddi til þess að aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði varð að veruleika um 70 árum eftir að nágrannaríki okkar umbyltu sínu kerfi. Við Íslendingar værum því ekki sjón að sjá ef ekki nyti við þróunar erlendis frá þegar kemur að réttarbót fyrir almenning hér á landi. Þeir Íslendingar sem eru á móti ESB og kjósa fremur að vera sjálfstæðir og innleiða tilskipanir Evrópusambandsins verða að átta sig á því að um er að ræða alþjóðaskuldbindingar. Neytendur eru að öðlast betri rétt og bankar látnir taka meiri ábyrgð. Alþingismenn hafa gengið erinda annarra og má þar sérstaklega vísa til Árnalaganna þar sem Alþingi beinlínis innleiddi stjórnarskrárbrot í lög. Greinarhöfundur er ekkert sérlega áhugasamur um aðild að ESB en öll rök hníga að betri löggjöf, t.a.m. í formi tilskipana, til handa fólkinu í landinu og neytendum komi einmitt þaðan. Nýr dómur kallar á nýja hugsun og nýja nálgunNýlegur dómur Evrópudómstólsins er skýr og áréttar það að Hæstiréttur hefur farið gegn tilskipun ESB er varðar rétt neytenda með því að breyta lánasamningum. Hæstiréttur hefur beinlínis hafnað, í málum þessum tengdum, að leitað yrði álits EFTA dómstólsins og er það á skjön við það sem Páll Hreinsson, nú dómari við EFTA dómstólinn, fv. hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis sagði til um í ræðu nýlega þegar hann sagði að leita ætti oftar álits EFTA dómstólsins. Hvað gekk honum þá til þegar hann sjálfur hafnaði að leitað yrði álits EFTA dómstólsins í máli nr. 660/2010? Ekki er að undra að spurt sé hvort þessir aðilar séu í raun samkvæmir sjálfum sér þrátt fyrir góða framkomu og mikið fas. Mega dómarar Hæstaréttar Íslands því líta sér nær í leit að réttlætinu svo fólkið í landinu geti talið þá réttmæta fulltrúa dómsvalds fullvalda og sjálfstæðs ríkis sem virðir alþjóðaskuldbindingar sínar og réttindi eigin þegna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar