Mannslífum bjargað í Sómalíu Þórir Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður. Hjálp kom víðs vegar að úr heiminum. Alls dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum til tveggja milljóna manna í Sómalíu og margvíslegum hjálpargögnum til einnar milljónar manna í Kenýa og hálfrar milljónar í Eþíópíu. Þó að mest áhersla hafi verið lögð á lífsbjargandi neyðaraðstoð þá var einnig veitt hjálp til uppbyggingar. Borað var eftir vatni, bændum hjálpað við að koma sér upp áveitum, hirðingjum gefin húsdýr, moskítónetum dreift og heilsugæslustöðvar efldar. Eingöngu fyrir það fé sem íslenskur almenningur gaf í gegnum Rauða krossinn á Íslandi náðum við til um 50 þúsund berskjaldaðra skjólstæðinga. Við byrjuðum á að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna, sem þjáðust af alvarlegum næringarskorti í sunnanverðri Sómalíu. Síðar sendum við skjólefni, hreinlætispakka og eldunaráhöld til aðstoðar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Sem betur fer voru rigningarnar í fyrrahaust með besta móti og uppskeran í janúar og febrúar var góð. Margir sjálfsþurftarbændur eiga samt erfitt með að ná sér á strik og enn er Rauði krossinn að dreifa matvælum í Sómalíu, þó í minna magni sé en í fyrra. Rauði krossinn á Íslandi hefur heldur ekki sagt skilið við Sómalíu. Á undanförnum mánuðum höfum við aðstoðað félaga okkar í Sómalíu við að styðja munaðarlaus börn á tveimur stöðum í landinu. Og nú er verið að koma á laggirnar sjúkrastöð á hjólum, sem þjónar hirðingjum norðarlega í landinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar á stórum fjórhjóladrifnum bíl munu veita hirðingjum heilbrigðisþjónustu og meðal annars fylgjast með næringarástandi barna og gefa þeim mat sem illa eru haldin. Þetta verður hægt að gera þökk sé stuðningi frá Íslandi. Í fyrra tókst að minnka verulega skaðann af hrikalegri hungursneyð. Í framtíðinni aukast lífsgæði hirðingja og lífslíkur barna þeirra fyrir aðstoð Rauða krossins á Íslandi. Íslenskur almenningur, sem styður þetta starf, getur verið stoltur af árangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður. Hjálp kom víðs vegar að úr heiminum. Alls dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum til tveggja milljóna manna í Sómalíu og margvíslegum hjálpargögnum til einnar milljónar manna í Kenýa og hálfrar milljónar í Eþíópíu. Þó að mest áhersla hafi verið lögð á lífsbjargandi neyðaraðstoð þá var einnig veitt hjálp til uppbyggingar. Borað var eftir vatni, bændum hjálpað við að koma sér upp áveitum, hirðingjum gefin húsdýr, moskítónetum dreift og heilsugæslustöðvar efldar. Eingöngu fyrir það fé sem íslenskur almenningur gaf í gegnum Rauða krossinn á Íslandi náðum við til um 50 þúsund berskjaldaðra skjólstæðinga. Við byrjuðum á að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna, sem þjáðust af alvarlegum næringarskorti í sunnanverðri Sómalíu. Síðar sendum við skjólefni, hreinlætispakka og eldunaráhöld til aðstoðar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Sem betur fer voru rigningarnar í fyrrahaust með besta móti og uppskeran í janúar og febrúar var góð. Margir sjálfsþurftarbændur eiga samt erfitt með að ná sér á strik og enn er Rauði krossinn að dreifa matvælum í Sómalíu, þó í minna magni sé en í fyrra. Rauði krossinn á Íslandi hefur heldur ekki sagt skilið við Sómalíu. Á undanförnum mánuðum höfum við aðstoðað félaga okkar í Sómalíu við að styðja munaðarlaus börn á tveimur stöðum í landinu. Og nú er verið að koma á laggirnar sjúkrastöð á hjólum, sem þjónar hirðingjum norðarlega í landinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar á stórum fjórhjóladrifnum bíl munu veita hirðingjum heilbrigðisþjónustu og meðal annars fylgjast með næringarástandi barna og gefa þeim mat sem illa eru haldin. Þetta verður hægt að gera þökk sé stuðningi frá Íslandi. Í fyrra tókst að minnka verulega skaðann af hrikalegri hungursneyð. Í framtíðinni aukast lífsgæði hirðingja og lífslíkur barna þeirra fyrir aðstoð Rauða krossins á Íslandi. Íslenskur almenningur, sem styður þetta starf, getur verið stoltur af árangrinum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar