Björt framtíð Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar