Erlent

Taylor fundinn sekur

Mynd/AFP
Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, hefur verið fundinn sekur um að stuðla að stríðsglæpum þegar borgarastríðið í nágrannalandinu Sierra Leone stóð sem hæst.

Þetta er úrskurður dómara við alþjóða glæpadómstólinn í Haag í Hollandi. Hann var sakaður um að styðja við uppreisnarmenn sem myrtu tugi þúsunda í Sierra Leone á árunum 1991 til 2002. Dómarinn sagði, að þótt hann hefði umtalsverð áhrif á meðal uppreisnarmanna hafi hann þó ekki stjórnað þeim með beinum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×