Erlent

Roosevelt er framhjóladrifin hetja

Roosevelt á fullri ferð í Portland.
Roosevelt á fullri ferð í Portland. mynd/Robert F. Bukaty/AP Photo
Rétt eins og nafni sinn neyðist merkjakolinn Roosevelt að nota hjólastól. Það var þó ekki mænusótt sem orsakaði ástand hans. Hann fæddist með vanskapaða framfætur.

„Margir segja að honum hefði átt að vera lógað," segir Stephanie Fox, eigandi Roosevelts. „Þau halda að honum líði illa en svo er ekki."

Merkjakolur eða „border collie" er afbrigði af hundi sem hefur verið ræktaður sem fjárhundur. Þar af leiðandi er þessi einstaka tegund afar greind og ærslafull - þeir einfaldlega elska að hlaupa um.

Fox hefur áður unnið með merkjakolum. Roosevelt var hvolpur þegar Fox tók að hann að sér fyrir þremur árum. Flestir höfðu þá afskrifað Roosevelt vegna fæðingargallans en Fox ákvað að gefa honum annað tækifæri.

Stephanie ásamt Roosevelt.mynd/Robert F. Bukaty/AP Photo
Fox keypti sérstakan hunda-hjólastól sem hannaður var fyrir hunda sem höfðu glatað afturfótum sínum. Hún endurhannaði hjólastólinn svo að hann myndi styðja undir framfætur Roosevelts.

Stuttu seinna var hann kominn á fulla ferð um skóglendið í Portland í Maine.

„Þetta er framhjóladrifið hans," sagði Fox. „Það eina sem greinir Roosevelt frá öðrum hundum er að ég set hjól undir hann þegar við förum út í stað ólar."

„Af hverju ættum við ekki að hugsa um fatlaða hunda eins og við gerum við fatlaða einstaklinga?" spyr Fox.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×