Rangfærslum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs svarað Helgi Teitur Helgason skrifar 7. júní 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað. Á Smugunni er eftir honum haft að bankar „lokki fólk í gildru" með lágum breytilegum vöxtum og að lánveitingar með óverðtryggðum vöxtum og stuttri bindingu séu óábyrgar og til þess fallnar að koma viðskiptavinum í vandræði. Bestu viðskiptavinirnir séu „pikkaðir" í viðskipti með skuldbindingu til langs tíma og að því er virðist á þeim forsendum að viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki hvað þeir séu að gera, um leið og hann gengur út frá hækkun vaxta til framtíðar. Hann er, með öðrum orðum, að saka aðra á íbúðalánamarkaði um að beita blekkingum. Í Fréttablaðinu kveður við svipaðan tón, lántakendur eru varaðir við óverðtryggðum lánum og þeir sagðir grandalausir um áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin klædd í umbúðir sem sýna eiga sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs í garð neytenda. Við þetta er margt að athuga. 1. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hjá bönkum eru bundnir til þriggja eða fimm ára og liggur það þ.a.l. fyrir hvernig greiðslubyrði lánanna verður í þann tíma. Að binditíma vaxtanna loknum, getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Hann getur valið að binda lánið áfram til sama tíma á föstum óverðtryggðum vöxtum, breytt tíma bindingarinnar telji hann það betra, eða þá ákveðið að skipta í verðtryggt lán. Slíkar breytingar kosta hann ekkert. Áhætta viðskiptavina er þannig fyrirsjáanleg að því marki sem hún hreinlega getur verið það. 2. Óverðtryggðir vextir endurspegla verðbólgu í landinu. Meginreglan er því sú að þeir hækka þegar verðbólga hækkar og öfugt. Þetta er öllum ljóst og enginn heldur öðru fram. Neytendur eiga þess nú kost með þessum nýju íbúðalánum að bregðast við því þegar bindingunni lýkur, öfugt við það sem forsvarsmaður Íbúðalánasjóðs virðist telja. 3. Það vekur einnig undrun hvernig framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs getur talað fyrir hag neytenda þegar hann býður sjálfur eingöngu verðtryggð lán með mun hærri vöxtum en bankar gera. Landsbankinn býður nú verðtryggð lán til íbúðakaupa með 3,75% vöxtum. Íbúðalánasjóður býður lægst 4,20%. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel þó svo að viðskiptavinir Landsbankans myndu ekki sætta sig við óverðtryggða vexti eftir að bindingu þeirra lyki eftir þrjú eða fimm ár, þá gætu þeir fengið mun betri verðtryggð kjör í bankanum sínum en hjá Íbúðalánasjóði – og það er ekkert uppgreiðslugjald hjá Landsbankanum ólíkt því sem er hjá Íbúðalánasjóði. 4. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ætlar sjálfur að bjóða óverðtryggð lán sem tæplega verða á betri kjörum en þegar bjóðast. Þau verða fjármögnuð með sértryggðum skuldabréfum, nákvæmlega eins og bankar gera eða hyggjast gera. Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverðtryggðum íbúðalánum vekur því undrun, því varla býður maður það með annarri hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni. Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Að auki hefur hann enga burði til að takast á við skuldavanda lántakenda sinna og þvælist fyrir í hvert sinn sem reynt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum á því sviðinu. Í stað þess að bretta upp ermar kýs svo framkvæmdastjóri hans að koma fram með órökstuddar dylgjur um skaðsemi tiltekinna lánategunda fyrir viðskiptavini, sem allar miða að því sem viðskiptavinir kalla eftir – að eiga val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað. Á Smugunni er eftir honum haft að bankar „lokki fólk í gildru" með lágum breytilegum vöxtum og að lánveitingar með óverðtryggðum vöxtum og stuttri bindingu séu óábyrgar og til þess fallnar að koma viðskiptavinum í vandræði. Bestu viðskiptavinirnir séu „pikkaðir" í viðskipti með skuldbindingu til langs tíma og að því er virðist á þeim forsendum að viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki hvað þeir séu að gera, um leið og hann gengur út frá hækkun vaxta til framtíðar. Hann er, með öðrum orðum, að saka aðra á íbúðalánamarkaði um að beita blekkingum. Í Fréttablaðinu kveður við svipaðan tón, lántakendur eru varaðir við óverðtryggðum lánum og þeir sagðir grandalausir um áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin klædd í umbúðir sem sýna eiga sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs í garð neytenda. Við þetta er margt að athuga. 1. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hjá bönkum eru bundnir til þriggja eða fimm ára og liggur það þ.a.l. fyrir hvernig greiðslubyrði lánanna verður í þann tíma. Að binditíma vaxtanna loknum, getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Hann getur valið að binda lánið áfram til sama tíma á föstum óverðtryggðum vöxtum, breytt tíma bindingarinnar telji hann það betra, eða þá ákveðið að skipta í verðtryggt lán. Slíkar breytingar kosta hann ekkert. Áhætta viðskiptavina er þannig fyrirsjáanleg að því marki sem hún hreinlega getur verið það. 2. Óverðtryggðir vextir endurspegla verðbólgu í landinu. Meginreglan er því sú að þeir hækka þegar verðbólga hækkar og öfugt. Þetta er öllum ljóst og enginn heldur öðru fram. Neytendur eiga þess nú kost með þessum nýju íbúðalánum að bregðast við því þegar bindingunni lýkur, öfugt við það sem forsvarsmaður Íbúðalánasjóðs virðist telja. 3. Það vekur einnig undrun hvernig framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs getur talað fyrir hag neytenda þegar hann býður sjálfur eingöngu verðtryggð lán með mun hærri vöxtum en bankar gera. Landsbankinn býður nú verðtryggð lán til íbúðakaupa með 3,75% vöxtum. Íbúðalánasjóður býður lægst 4,20%. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel þó svo að viðskiptavinir Landsbankans myndu ekki sætta sig við óverðtryggða vexti eftir að bindingu þeirra lyki eftir þrjú eða fimm ár, þá gætu þeir fengið mun betri verðtryggð kjör í bankanum sínum en hjá Íbúðalánasjóði – og það er ekkert uppgreiðslugjald hjá Landsbankanum ólíkt því sem er hjá Íbúðalánasjóði. 4. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ætlar sjálfur að bjóða óverðtryggð lán sem tæplega verða á betri kjörum en þegar bjóðast. Þau verða fjármögnuð með sértryggðum skuldabréfum, nákvæmlega eins og bankar gera eða hyggjast gera. Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverðtryggðum íbúðalánum vekur því undrun, því varla býður maður það með annarri hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni. Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Að auki hefur hann enga burði til að takast á við skuldavanda lántakenda sinna og þvælist fyrir í hvert sinn sem reynt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum á því sviðinu. Í stað þess að bretta upp ermar kýs svo framkvæmdastjóri hans að koma fram með órökstuddar dylgjur um skaðsemi tiltekinna lánategunda fyrir viðskiptavini, sem allar miða að því sem viðskiptavinir kalla eftir – að eiga val.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar