Myrkustu afkimar alheimsins 7. júní 2012 20:00 Charlize Theron og Idris Elba í hlutverkum landkönnuðanna í Prometheus. Vísindatryllirinn Prometheus í leikstjórn Ridleys Scott var heimsfrumsýnd á Íslandi í gær í þrívídd. Í myndinni uppgötva landkönnuðir vísbendingu um uppruna mannsins á jörðinni og leggja upp í ferðalag um myrkustu afkima alheimsins. Í Prometheus snýr Ridley Scott sér aftur að sérdeild sinni vísindaskáldskap og er myndin sögð sjálfstæð forsaga kvikmyndarinnar Alien. Leikstjórinn er hvað þekktastur fyrir hana ásamt vísindatryllinum Blade Runner, sem kom út fyrir þrjátíu árum. Geimveran ógurlega úr Alien kemur þó ekki við sögu í þessari nýju mynd. Þvert á móti skapar Scott nýstárlega goðsögn þar sem hópur geimfara uppgötvar vísbendingu sem gæti leitt þá að uppruna mannsins á jörðinni. Vegna þessarar skyndilegu vitneskju sinnar verða þeir að ferðast um óhugnanlegustu staði alheimsins og heyja skelfilegan bardaga til að bjarga framtíð mannkynsins. Kvikmyndin var frumsýnd í Bretlandi 31. maí við góðar undirtektir. Gagnrýnendur Hollywood Reporter og Time Out London létu keimlík ummæli falla. Þeir sögðu hana myndrænt áhrifamikla og magnaða tæknilega séð en kvörtuðu yfir fyrirsjáanlegum söguþræði. Flestir fóru fögrum orðum um leikarana og þá sérstaklega frammistöðu Michaels Fassbender. Hann er þó ekki eina stjarna kvikmyndarinnar en þau Noomi Rapace, Charlize Theron, Guy Pearce, Patrick Wilson og Idris Elba fara með önnur aðalhlutverk. Haft var eftir Theron að með þessari kvikmynd hefði langþráður draumur orðið að veruleika. „Alla leikara dreymir um að vinna með ákveðnum leikstjóra og hjá mér var það Ridley," sagði hún. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Vísindatryllirinn Prometheus í leikstjórn Ridleys Scott var heimsfrumsýnd á Íslandi í gær í þrívídd. Í myndinni uppgötva landkönnuðir vísbendingu um uppruna mannsins á jörðinni og leggja upp í ferðalag um myrkustu afkima alheimsins. Í Prometheus snýr Ridley Scott sér aftur að sérdeild sinni vísindaskáldskap og er myndin sögð sjálfstæð forsaga kvikmyndarinnar Alien. Leikstjórinn er hvað þekktastur fyrir hana ásamt vísindatryllinum Blade Runner, sem kom út fyrir þrjátíu árum. Geimveran ógurlega úr Alien kemur þó ekki við sögu í þessari nýju mynd. Þvert á móti skapar Scott nýstárlega goðsögn þar sem hópur geimfara uppgötvar vísbendingu sem gæti leitt þá að uppruna mannsins á jörðinni. Vegna þessarar skyndilegu vitneskju sinnar verða þeir að ferðast um óhugnanlegustu staði alheimsins og heyja skelfilegan bardaga til að bjarga framtíð mannkynsins. Kvikmyndin var frumsýnd í Bretlandi 31. maí við góðar undirtektir. Gagnrýnendur Hollywood Reporter og Time Out London létu keimlík ummæli falla. Þeir sögðu hana myndrænt áhrifamikla og magnaða tæknilega séð en kvörtuðu yfir fyrirsjáanlegum söguþræði. Flestir fóru fögrum orðum um leikarana og þá sérstaklega frammistöðu Michaels Fassbender. Hann er þó ekki eina stjarna kvikmyndarinnar en þau Noomi Rapace, Charlize Theron, Guy Pearce, Patrick Wilson og Idris Elba fara með önnur aðalhlutverk. Haft var eftir Theron að með þessari kvikmynd hefði langþráður draumur orðið að veruleika. „Alla leikara dreymir um að vinna með ákveðnum leikstjóra og hjá mér var það Ridley," sagði hún. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira