Reykjavík, höfuðborg allra landsmanna? 20. október 2012 06:00 Útlit er fyrir að flugferðum innanlands fækki um allt að 40% ef gildandi deiliskipulag fyrir Vatnsmýrina verður að veruleika. Þar er gert ráð fyrir að umsvif á Reykjavíkurflugvelli dragist verulega saman frá og með árinu 2016, en flugvöllurinn verði á brott árið 2024. Þetta eru slæm tíðindi, enda munu þessar breytingar í raun gera landsbyggðina afskekktari en ella og koma til með að bitna mjög bæði á atvinnu- og menningarlífi víða um land, að ógleymdu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í nýrri og ýtarlegri skýrslu, sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu KPMG, eru rakin áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Þar er á það bent að ferð flugleiðina til Reykjavíkur muni að jafnaði lengjast um helming, en í sumum tilfellum allt að því 70%, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir farþega. Þetta hefur í för með sér að færri sjá sér hag í að fara flugleiðina til höfuðborgarinnar. Fram kemur að 85% aðspurðra telja að þeir myndu sjaldnar gera sér ferð til Reykjavíkur ef flogið væri til Keflavíkur. Þessar niðurstöður eru mikið áhyggjuefni. Minni eftirspurn hefur óhjákvæmilega í för með sér minna framboð af flugferðum. Þannig benda útreikningar KPMG til þess að flugleiðirnar til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja muni ekki bera nema eitt flug daglega miðað við áætlaða fækkun farþega. Þar með er verulega þrengt að ferðamöguleikum fólks og dagsferðir t.d. útilokaðar. Í raun getur flugleið ekki staðið undir sér í rekstrarlegu tilliti á þessum forsendum og því stöndum við frammi fyrir því að forsendur fyrir innanlandsflugi í núverandi mynd bresti. Það liggur í augum uppi að þessi öfugþróun muni hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og byggðarlaga á landsbyggðinni. Fjöldi fyrirtækja treystir mjög á greiðar flugsamgöngur til Reykjavíkur, enda hefur margvísleg sérhæfð þjónusta byggst upp í höfuðstaðnum. Ef miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkur eykst rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja, bæði vegna beins ferðakostnaðar og tapaðra vinnustunda, enda má gera ráð fyrir að starfsmenn, sem eiga erindi til Reykjavíkur, þurfi að dvelja þar lengur, jafnvel yfir nótt, með tilheyrandi kostnaði. Verri samkeppnisstaða getur leitt til þess að fyrirtæki flytji starfsemi sína. Við það færast störf, ekki síst hátekjustörf, frá landsbyggðinni og atvinnulíf verður einhæfara. Greiðar flugsamgöngur eru líka forsenda fyrir öflugu mennta- og menningarstarfi. Skólastofnanir njóta þess að geta reglulega og með tiltölulega litlum tilkostnaði nýtt starfskrafta fagfólks sem jafnan starfar á höfuðborgarsvæðinu. Að sama skapi geta fræðimenn af landsbyggðinni tekið virkari þátt í vísindasamfélaginu. Þá má ekki gleyma því að „menningarferðir“ innanlands hafa notið vinsælda undanfarin ár. Þær hafa t.d. verið lyftistöng fyrir leikhússtarf á landsbyggðinni en jafnframt sönnun á metnaði og gæðum starfseminnar. Öflugt atvinnulíf og greiður aðgangur að þjónustu á borð við heilsugæslu, menntun og menningu eru grunnþættir sem hafa úrslitaáhrif á búsetuval fólks. Stefna í samgöngumálum hlýtur að miða að því að efla þessa þætti í byggðum landsins og auðvelda jafnframt aðgengi landsmanna að þjónustu sem sækja þarf til höfuðborgarinnar. Í Reykjavík er miðja stjórnsýslunnar, þar er Landspítalinn, Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan o.s.frv. Ef Reykjavík á að standa undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna er óverjandi að hún fjarlægist landsbyggðina, líkt og raunin yrði ef áform um flutning flugvallarins úr Vatnsmýri verða að veruleika. Það væru öfugmæli og öfugþróun. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Daníel Jakobsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri í Vesturbyggð Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði Páll B. Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Útlit er fyrir að flugferðum innanlands fækki um allt að 40% ef gildandi deiliskipulag fyrir Vatnsmýrina verður að veruleika. Þar er gert ráð fyrir að umsvif á Reykjavíkurflugvelli dragist verulega saman frá og með árinu 2016, en flugvöllurinn verði á brott árið 2024. Þetta eru slæm tíðindi, enda munu þessar breytingar í raun gera landsbyggðina afskekktari en ella og koma til með að bitna mjög bæði á atvinnu- og menningarlífi víða um land, að ógleymdu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í nýrri og ýtarlegri skýrslu, sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu KPMG, eru rakin áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Þar er á það bent að ferð flugleiðina til Reykjavíkur muni að jafnaði lengjast um helming, en í sumum tilfellum allt að því 70%, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir farþega. Þetta hefur í för með sér að færri sjá sér hag í að fara flugleiðina til höfuðborgarinnar. Fram kemur að 85% aðspurðra telja að þeir myndu sjaldnar gera sér ferð til Reykjavíkur ef flogið væri til Keflavíkur. Þessar niðurstöður eru mikið áhyggjuefni. Minni eftirspurn hefur óhjákvæmilega í för með sér minna framboð af flugferðum. Þannig benda útreikningar KPMG til þess að flugleiðirnar til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja muni ekki bera nema eitt flug daglega miðað við áætlaða fækkun farþega. Þar með er verulega þrengt að ferðamöguleikum fólks og dagsferðir t.d. útilokaðar. Í raun getur flugleið ekki staðið undir sér í rekstrarlegu tilliti á þessum forsendum og því stöndum við frammi fyrir því að forsendur fyrir innanlandsflugi í núverandi mynd bresti. Það liggur í augum uppi að þessi öfugþróun muni hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og byggðarlaga á landsbyggðinni. Fjöldi fyrirtækja treystir mjög á greiðar flugsamgöngur til Reykjavíkur, enda hefur margvísleg sérhæfð þjónusta byggst upp í höfuðstaðnum. Ef miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkur eykst rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja, bæði vegna beins ferðakostnaðar og tapaðra vinnustunda, enda má gera ráð fyrir að starfsmenn, sem eiga erindi til Reykjavíkur, þurfi að dvelja þar lengur, jafnvel yfir nótt, með tilheyrandi kostnaði. Verri samkeppnisstaða getur leitt til þess að fyrirtæki flytji starfsemi sína. Við það færast störf, ekki síst hátekjustörf, frá landsbyggðinni og atvinnulíf verður einhæfara. Greiðar flugsamgöngur eru líka forsenda fyrir öflugu mennta- og menningarstarfi. Skólastofnanir njóta þess að geta reglulega og með tiltölulega litlum tilkostnaði nýtt starfskrafta fagfólks sem jafnan starfar á höfuðborgarsvæðinu. Að sama skapi geta fræðimenn af landsbyggðinni tekið virkari þátt í vísindasamfélaginu. Þá má ekki gleyma því að „menningarferðir“ innanlands hafa notið vinsælda undanfarin ár. Þær hafa t.d. verið lyftistöng fyrir leikhússtarf á landsbyggðinni en jafnframt sönnun á metnaði og gæðum starfseminnar. Öflugt atvinnulíf og greiður aðgangur að þjónustu á borð við heilsugæslu, menntun og menningu eru grunnþættir sem hafa úrslitaáhrif á búsetuval fólks. Stefna í samgöngumálum hlýtur að miða að því að efla þessa þætti í byggðum landsins og auðvelda jafnframt aðgengi landsmanna að þjónustu sem sækja þarf til höfuðborgarinnar. Í Reykjavík er miðja stjórnsýslunnar, þar er Landspítalinn, Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan o.s.frv. Ef Reykjavík á að standa undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna er óverjandi að hún fjarlægist landsbyggðina, líkt og raunin yrði ef áform um flutning flugvallarins úr Vatnsmýri verða að veruleika. Það væru öfugmæli og öfugþróun. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Daníel Jakobsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri í Vesturbyggð Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði Páll B. Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar