Mikilvægt að ráðast í virkjanaframkvæmdir á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2012 20:15 Nauðsynlegt er að fara í virkjanaframkvæmdir á Suðurlandi eins og Hagavatnsvirkjun í Bláskógabyggð og Hólmsárvirkjun í Skaftárhreppi, svo og Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í neðri hluta Þjórsár segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Hann segist vera virkjanasinni. Björgvin G. Sigurðsson flutti ávarp á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hellu í gær þar sem hann kom víða við í erindi sínu. Hann gaf sér góðan tíma til að ræða virkjanamál en hann er ósáttur við rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjanamálum. „Ég er ekki sáttur við að eftir að tillögu verkefnastjórnarinnar var breytt þá voru í raun og veru teknir út flestir virkjanakostir á suðurlandi og settir í biðflokk. Eftir stóðu Hverahlíðavirkjun og Hellisheiðin í nýtingaflokki. Ég tel að við lokagerð rammaáætlunar í þinginu núna þá þurfi að færa þá kosti sem er samstaða um úr biðflokki í nýtingaflokk," segir Björgvin. Björgvin vill líka sjá virkjanir sem fyrst í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. „Ég tel að það verði alla vega farið í efri virkjanirnar tvær. En hins vegar voru málefnaleg rök fyrir því að ljúka rannsóknum á laxastofninum. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að gera það áður en endanleg ákvörðun er tekin. En þar eins og annars staðar hafa sveitarfélögin beggja vegna Þjórsár afgreitt þetta mál fyrir löngu," segir hann. Lítið sem ekkert er að gerst í atvinnumálum á Suðurlandi og því segir Björgvin mikilvægt að fá mannaflsfrek verkefni í gang. Hann vill að orkan á Suðurlandi sé sem mest nýtt á svæðinu. „Það er algjört grundvallaratriði að ákvörðunum um nýjar virkjanir á Suðurlandi fylgi ákvörðun um að tiltekið hlutfall raforkunnar verði nýtt hér," segir hann. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Nauðsynlegt er að fara í virkjanaframkvæmdir á Suðurlandi eins og Hagavatnsvirkjun í Bláskógabyggð og Hólmsárvirkjun í Skaftárhreppi, svo og Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í neðri hluta Þjórsár segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Hann segist vera virkjanasinni. Björgvin G. Sigurðsson flutti ávarp á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hellu í gær þar sem hann kom víða við í erindi sínu. Hann gaf sér góðan tíma til að ræða virkjanamál en hann er ósáttur við rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjanamálum. „Ég er ekki sáttur við að eftir að tillögu verkefnastjórnarinnar var breytt þá voru í raun og veru teknir út flestir virkjanakostir á suðurlandi og settir í biðflokk. Eftir stóðu Hverahlíðavirkjun og Hellisheiðin í nýtingaflokki. Ég tel að við lokagerð rammaáætlunar í þinginu núna þá þurfi að færa þá kosti sem er samstaða um úr biðflokki í nýtingaflokk," segir Björgvin. Björgvin vill líka sjá virkjanir sem fyrst í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. „Ég tel að það verði alla vega farið í efri virkjanirnar tvær. En hins vegar voru málefnaleg rök fyrir því að ljúka rannsóknum á laxastofninum. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að gera það áður en endanleg ákvörðun er tekin. En þar eins og annars staðar hafa sveitarfélögin beggja vegna Þjórsár afgreitt þetta mál fyrir löngu," segir hann. Lítið sem ekkert er að gerst í atvinnumálum á Suðurlandi og því segir Björgvin mikilvægt að fá mannaflsfrek verkefni í gang. Hann vill að orkan á Suðurlandi sé sem mest nýtt á svæðinu. „Það er algjört grundvallaratriði að ákvörðunum um nýjar virkjanir á Suðurlandi fylgi ákvörðun um að tiltekið hlutfall raforkunnar verði nýtt hér," segir hann.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira