Lífið

Strákar kyssa fleiri froska

Meðalkona þarf að kyssa einum færri aðila áður en hún finnur sinn draumamaka en meðalmaður.
Meðalkona þarf að kyssa einum færri aðila áður en hún finnur sinn draumamaka en meðalmaður.
Meðalkona þarf að kyssa 22 menn áður en hún hittir á hinn eina sanna ef marka má rannsókn stefnumótasíðunnar meeteez.com.

Ekki dugir það þó til því að meðaltali þarf hún einnig að ganga í gegnum ástarsorg fimm sinnum, eiga einnar nætur gaman sex sinnum, þola að láta halda framhjá sér fjórum sinnum og eiga að minnsta kosti eitt ástarsamband sem hófst á internetinu.

Karlmenn þurfa hins vegar aðeins fleiri tilraunir til því þeir þurfa að kyssa 23 stelpur, eiga tíu skyndikynni og lenda í ástarsorg sex sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.