Lífið

Gefa búninga Þjóðleikhússins

Það kennir ýmissa grasa í búningageymslu Þjóðleikhússins. Sigurlaug sést hér í ballettbúningi sem saumaður var á karlmann í Snædrottningunni og með henni er Rikki í leðurfrakka úr verkinu Bakkynjur.
Það kennir ýmissa grasa í búningageymslu Þjóðleikhússins. Sigurlaug sést hér í ballettbúningi sem saumaður var á karlmann í Snædrottningunni og með henni er Rikki í leðurfrakka úr verkinu Bakkynjur. Fréttablaðið/Anton
„Það leynast þarna búningar inn á milli sem fólk á eftir að kannast við frá fjölum Þjóðleikhússins," segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Þjóðleikhússins sem grynnkar á búningasafni sínu á morgun.

Um er að ræða ógrynni af búningum sem hafa safnast saman í 62 ára sögu Þjóðleikhússins en í tilefni af flutningi geymslunnar ætlar leikhúsið að bjóða áhugaleikhópum og almenningi að njóta góðs af herlegheitunum.

Áhugaleikhópar landsins njóta forgangs og fá að mæta klukkan 12 en dyr búningageymslunnar opnast fyrir almenning klukkan tvö. Búningageymslan er í Skútuvogi 4.

„Þetta verður vonandi líf og fjör, svona fyrstur kemur fyrstur fær stemming. Ég vona að sem flestir láti sjá sig því okkur er umhugað um að allir fái að njóta góðs af þeim gullmolum sem hér eru í boði," segir Sigurlaug en undirstrikar þó að Þjóðleikhúsið sé ekki að losa sig við það elsta og dýrmætasta.

„Sumir búningar eru einfaldlega orðnir þjóðargersemar og því erfitt að láta þá frá sér en nóg er þó í boði." -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.