Erlent

Úrskurðað um aðgang ferðamanna að hasskaffihúsum

Dómari í Hollandi í dag mun kveða upp úrskurð um hvort banna eigi aðgang erlendra ferðamanna að svokölluðum hasskaffihúsum í landinu.

Fallist dómarinn á bannið verður fyrst lokað fyrir aðgang ferðamenna í þremur héruðum syðst í Hollandi á næstu þremur mánuðum en fyrir árslok á bannið að ná til alls landsins.

Með banninu á að reyna að koma í veg fyrir heimsóknir ferðamanna sem koma eingöngu til Hollands til að reykja hass eða kaupa það og flytja heim til sín.

Talsmaður þessara hasskaffihúsa segir að bannið muni kippa rekstrargrundvellinum undan þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×