Erlent

Vændishneyksli leyniþjónustunnar vindur upp á sig

Hneykslismálið í kringum leyniþjónustumennina sem sjá um öryggi Bandaríkjaforseta heldur áfram að vinda upp á sig.

Nú er komið í ljós að leyniþjónustumenn stunduðu einnig vændiskaup og súlustaðaheimsóknir í El Salvador þegar þeir voru að undirbúa opinbera heimsókn Baracks Obama til landsins í mars í fyrra.

Þetta kom fram í yfirheyrslum í gærkvöldi hjá þingnefnd sem rannsakar háttsemi leyniþjónustunnar.

Vændiskvennahneykslið í Kólombíu hefur þegar kostað átta leyniþjónustumenn starf sitt en ekki er talið að öll kurl séu komin til grafar í því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×