Erlent

Nú er hægt að uppfæra Facebook úr gröfinni

Aðdáendum samskiptavefa býðst nú að birta uppfærslur og myndir eftir dauða sinn. Þjónustan er kölluð „DeadSocial" og hefur nú þegar fengið fjölda nýskráninga.

Hugmyndin að baki „DeadSocial" er ofureinföld. Notendur skrá færslur, myndir og skilaboð í gagnagrunn vefsíðunnar. Viðkomandi velur síðan sérstakan umsjónarmann sem virkjar þjónustuna þegar dauðann ber að.

Því næst byrja upplýsingar frá hinum fráfallna að streyma inn á samskiptasíðurnar. Á meðal þeirra samskiptavefja sem eru með aðild að þjónustunni eru Facebook, Twitter og Google+.

Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir „DeadSocial" hér fyrir neðan. Enn fremur er hægt að skrá sig á þjónustan hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×