Erlent

Grunsamleg taska í ruslafötu

Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Dana.
Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Dana. mynd/afp
Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Danmerkur, átti að flytja ræðu í Flakhaven í Óðinsvéum í morgun í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. Stuttu áður en forsætisráðherran kom á staðinn fékk lögregla tilkynningu um að maður hefði sést setja grunsamlega tösku í ruslatunnu skammt frá höfninni og flýja af vettvangi á skellinöðru. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja ræðuhöldin á annan stað, nánar tiltekið á Eventyrhaven, á meðan lögreglan rannsakar töskuna.

Thorning Schmidt flutti ræður í Vejle og Kolding í morgun. Hún endar svo daginn á að flytja ræðu í Kaupmannahöfn síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×