Grosjean bannað að keppa á Ítalíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 16:38 Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur. Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur.
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira