Kvartsannleikur Landsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun