Kvartsannleikur Landsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar